Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 53
51
BREIÐFIRÐINGUR
Mál Barreyinga er enn gaelíska, þótt flestir kunni einnig
ensku og tala hana þá með mjúkum sönghreim gaelískrar tungu.
Fólkið er glaðlegt og vingjarnlegt við ókunnuga, félagslynt og
söngvið. A söngvahátíð, sem ég fór á í Castlebay, sungu allir
áheyrendur viðkvæði ljóðanna og fylgdust með sem einn maður.
Dansleikir standa þarna fram til 3-4 á nóttunni og er enginn að
súta það, þótt danssalurinn sé ekki samkvæmt nýjustu tísku í
húsagerð.
íbúðarhús í Castlebay eru flest úr timbri, því gömlu „svörtu“
húsin eru horfín og lítið hefur verið byggt af steinhúsum í þeirra
stað. Þessi svörtu hús voru með hálmþökum og var siður að
skipta um þak á nokkurra ára fresti, eða þegar þau voru orðin
raunverulega svört af reyk. Nú eru húsin á Barra hituð upp með
rafmagni.
Barra er rúmir 50 ferkílómetrar að stærð, um 12 km á lengd og
tæpir 11 km á breidd þar sem hún er breiðust. Hæsti tindur er
Heaval, 1.260 fet, norðaustan við Castlebay. Á hátindi Heaval
gnæfir stytta Maríu Guðsmóður og Jesúbarnsins, en hún var
sett þar upp árið 1954. I skjóli fjallanna eru grösug engi og
beitilönd, en einnig mómýrar. Meðfram ströndinni eru
smávíkur, sem eru þurrar á háfjöru og botninn þakinn gulum
skeljasandi. í einni víkinni er fjaran notuð fyrir flugvöll. Engar
stórár eru á Barra, en vatn rennur niður dalina til austurs og
vesturs, suðausturs, og norðvesturs. Stormar eru tíðir í
aprílmánuði og eins í september.
Barra hefur verið kaþólsk í næstum því sextán aldir, en kristni
kom þangað frá írlandi. Árið 447 var hún orðin að biskupsdæmi
og þar var síðar biskup Patrekur sá, er Patreksfjörður á íslandi
er heitinn eftir. Þrátt fyrir umrót siðaskiptatímans og síðari
ofsóknir, svo sem nauðungarflutning kaþólskra manna frá eynni
og innflutning mótmælenda, sem settir voru á jarðir þeirra