Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 58

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 58
56 BREIÐFIRÐINGUR ævintýri og ýmislegt úr sínu athafnalífi. Hann hélt mikið upp á Hallgrím Pétursson, sagði mér sögur af honum. Eg hefi oft minnst þess, hversu gott var fyrir mig að fá svona veganesti út í lífið. Þótt margt hafi gleymst mér í dagsins önn, hefur þó margt varðveist. Ég hefi stundum verið dálítið brokkgengur í lífi mínu. Samt hefur mér oft virst sem guðshönd hafi leitt mig og hjálpað mér. Þakka ég það ekki síst hinum góðu frækornum, sem fósturforeldrar mínir sáðu í barnssál mína. Þeim fæ ég aldrei fullþakkað. Fóstri minn er mér enn mjög minnisstæður. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, kvikur og snar í öllum snúningum og vel að manni til átaka. Mjög var hann fastur á skoðunum sínum og illa við að láta í minni pokann. Ein var þó sú persóna, sem hann beygði sig fyrir, ef á milli bar, nefnilega eiginkonan. Hana mat hann mjög mikils og lét hana oft ráða. Það var líka óhætt. I alla staði var hún fyrirhyggjusöm og hyggin. Þuríður var líka fljótt vinsæl húsmóðir. Hélst þeim hjónum alla tíð mjög vel á hjúum. Fyrstu 10 búskaparárin voru þau Þuríður og Asgeir í tvíbýli. Slíkt var þá mjög algengt á æskuslóðum mínum. Smátt og smátt varð efnahagur þeirra hjóna hinn blómlegasti, eftir því sem þá var um að gera. Asgeir var talinn meðal betri bænda, og mörgum fátækum hjálpuðu þau hjónin á einn eða annan hátt. Asgeir tók fósturforeldra sína til sín að Kýrunnarstöðum og voru þau bæði þar til æviloka. Þau hjónin tóku lika mörg börn til fósturs um lengri eða skemmri tíma. Eitt þeirra var Ingigerður móðir mín, sem þau ólu upp að mestu, og einnig að einhverju leyti Valgerði systur hennar. Ég man líka eftir Þórarni Bæringssyni í hópi uppeldisbarna þeirra. Hann lést um tvítugt, er hann var í skóla í Búðardal. Sjálfur kom ég til þeirra hjóna tveggja ára og var til fermingar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.