Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 59

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 59
BREIÐFIRÐINGUR 57 Ásgeir og Þuríður eignuðust 11 börn. Aðeins 3 þeirra náðu fullorðinsaldri: Salbjörg, Jóhanna og Guðjón. Venjulega var fært frá 40-50 ám á búi þeirra hjóna, um 80 sauðir á fóðrum og annar bústofn eftir því. Á þessum árum lifði fólk langmest á innlendum afurðum. -Algengt var að slátra á ári til heimilisins um 20 sauðum, 3ja til fímm vetra. Var það mikið búsílag. Þetta mun þó hafa verið eitthvað breytilegt, því að fóstri minn vildi helst ekki slátra sauðum nema á hinu staka aldursári þeirra. Enn fremur var slátrað gamalám og stórgripum. - Hrossakjöt var þó alls ekki nýtt. Möguleikar til þess að selja kjöt til þéttbýlisins voru þá nánast engir. Öll lömb voru sett á vetur, - voru þau oft kölluð graslömb. Stundum sögðu gömlu hjónin mér frá ýmsu minnisverðu frá þeirra yngri árum. Eg reyni að rifja hér upp nokkur atriði. Harðindi voru víða mikil á íslandi á árunum 1880-1888. Fannfergi var þá oft mikið að vetrarlagi og grasleysi á sumrin. Búfénaður féll víða og bjargarskortur ekki fátíður, bæði hjá mönnum og málleysingjum. Veturinn 1882-1883 var kallaður Álftabani. Þá var hafís mikill úti fyrir og allir flóar og firðir ísi lagðir. Var þá víða þröngt í búi. Breiðafjarðarbyggðir munu þó hafa farið einna skást út úr þessu, enda margar eyjanna oft nefndar matarkistur. Fósturforeldrar mínir reyndu eftir bestu getu að hjálpa þeim, sem áttu við skort að búa. Fóstra mín sagði mér, að allt hefði það blessast vel, sem þau hjónin létu af hendi rakna. Á Kýrunnarstaðaheimilinu var oftast nóg að borða, þó aðeins með miklum sparnaði. Stundum gekk mjög illa með heyöflun. Varð þá oft að farga búpeningi á haustin, sem átt hafði að setja á. Aldrei kom þó til þess hjá Ásgeiri og Þuríði að skera þyrfti niður vegna heyleysis á útmánuðum. Slíkt var auðvitað talið mikið neyðarúrræði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.