Breiðfirðingur - 01.04.1982, Qupperneq 71
BREIÐFIRÐINGUR
69
drekka með þeim við hvíta dúkinn, en ekki fékk ég þessa ósk
mína uppfyllta. Henni var kurteislega hafnað af móður minni. I
þá daga þótti ekki við hæfi að börn trönuðu sér fram, sízt af öllu í
gesta viðurvist. Mér hefur víst fundizt þessi dagur vera til fyrir
mig, og ég sjálf eitthvert aðalnúmer. Litlar sálir geta verið
ótrúlega viðkvæmar. Ég læddist út og upp fyrir bæ, til að vatna
músum. En þá birtist konan, sem var gestkomandi, tók blíðlega í
hönd mér, og leiddi mig inn. Lítið atvik, sem þó hefur ekki
gleymzt.
Nokkrum árum síðar eignaðist mamma tvo drengi með eins
árs millibili. Þeir fæddust báðir um haust, þegar sláturtíð stóð
yfir, og annir voru hvað mestar. Sá eldri var skírður Bogi
Ragnar. Hann var 22 merkur, er hann fæddist. Hann lá í tvo
klukkutíma fæddur, án þess að skilið hefði verið á milli, og að
auki með lækinn tvívafínn um hálsinn. Hann var því orðinn blár
og aðþrengdur, er ljósa kom. Heima voru aðeins börn og
unglingar. Sá yngri var skírður Ingimundur. Pabbi var heima,
þegar Ingi fæddist, og var það í eina skiptið, sem hann var ekki
einhversstaðar á ferðalögum, er þessi sjö börn fæddust. Það er
gott að Guð kom því þannig fyrir, að konan skuli geta fætt, án
aðstoðar karlmannsins, því ella er hætt við að mörg fæðingin
hefði dregizt á langinn. Þessir bræður, sem ávallt voru kallaðir
litlu strákarnir, urðu svo samrýmdir, er þeir stálpuðust, að
mamma sagði oft, að þeir væru sem einn maður. I útliti voru
þeir ólíkir, Bogi með brún augu og dökkt hár, var þreklega
vaxinn og hafði rólega skapgerð. En Ingi var með dökkblá augu
og ljóst hár, sem þó dökknaði með árunum. Hann var mjög
fíngerður, grannur og fölur í andliti. Einn vinnumaðurinn hjá
okkur kallaði hann oft að gamni sínu vesöld. En pabbi sagði
stundum: Ingimundur karlinn knár, hvítt með hár. Hann var
logandi af æskufjöri, og svo langt frá því að vera nokkur vesöld,
miklu fremur knár eins og pabbi sagði. Trúlega var Bogi á þriðja