Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
heimtuðum við sögur. Þó að augnalokin á sumum stúlkunum
væru farin að síga, var engin miskunn, við vildum sögu og meiri
sögur.
A vorin var það svo ullarþvotturinn. Þá var kveiktur eldur á
hlóðum út við Litla-Læk, stór pottur settur yfír, meis settur
ofan á pottinn. Þegar ullin var orðin nógu þvæld í lútnum, sem
var keita, og kannski einnig sódi eða sápa, var hún dregin upp á
meisinn, svo að ekkert ódrýgðist af hinum dýrmæta miði. Við
krakkarnir fengum að skola ullina. Það var gaman að mega vaða
og sulla, án þess að fá áminningu. Vinnuullina valdi mamma
með námkvæmni. Mér er minnisstætt, hve hvít og greið hún
var, þar sem hún lá á balanum til þerris. Hún var líkust reyk eða
skýi. Ur þessari ull átti mamma eftir að spinna hárfínt band, og
prjóna fallegar flíkur. Einnig spann hún band, sem var kallaður
þráður. Það var snúðharðara en venjulegt band og einfalt. Það
var notað til að vefa úr vaðmál. Öll hversdagsföt karlmannanna
voru úr vaðmáli, einnig voru hversdagsrekkjuvoðir úr ull að
hálfu leyti, en hinn þráðurinn var tvistur. Rúmteppi voru einnig
ofín úr ull. Þegar búið var að vefa vaðmálið, þurfti að þæfa það.
Þegar um svokallað votaþóf var að ræða, var það sett ofan
í tunnu, sem dálítið vatn var í, og síðan fór berfættur karl-
maður ofan í tunnuna og sparkaði og hamaðist á vaðmálinu.
Þetta fannst okkur krökkunum ákaflega brosleg sjón. En er um
þurraþóf var að ræða, var aðferðin hin sama, nema hvað
vaðmálið var þá aðeins haft vott, og ekki var staðið ofan í tunnu.
Af og til var farið út með vaðmálin, og tveir slógu þau á milli sín,
svo hár hvellur heyrðist við hvern slátt. Þetta var gert svo að ekki
mynduðust í því brigður, eins og það var orðað, eða misþófnaði.
Síðan var það vafið þétt upp á rúmfjöl, síðan af henni á aðra, og
teygt vel úr. Þegar það svo hafði þornað á fjölinni, sem mig
minnir að væri látin í pressu. Þá glansaði það eins og silki, og
gladdi hjörtu þeirra, sem unnið höfðu þessi fallegu og nytsömu