Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 91
BREIÐFIRÐINGUR
89
verið næstum meðvitundarlaus. Þá fannst mér sem hjarta mitt
ætlaði að bresta. Síðar sagði mamma, að sér hefði liðið svo
undurvel og hefði helzt viljað mega deyja, en hugsunin um litlu
börnin sín hefði gefíð sér kraft næst guði, til að lifa. Um síðir
komst hún þó til heilsu. Stokkurinn, sem litli drengurinn var
látinn í, fór í gröfína með fullorðinni konu. Ég fór með pabba að
jarðarförinni. Alltaf var ég þar sem ég hefði ekki átt að vera. Þar
sem ég horfði ofan í gröfína, hugsaði ég: Ef það væri mamma,
sem verið væri að jarða, mundi ég kasta mér ofan í gröfina. Þegar
ég var barn, hugsaði ég eins og barn. Freðnir moldarkögglarnir
buldu ákistulokinu. Líkmennirnir mokuðu af því ofurkappi, að
ætla hefði mátt að þeim hefði verið uppálagt, að ljúka verkinu á
fáeinum sekúndum. Eitthvað kalt og hrjúft smaug inn í vitund
mína.
Nokkrum árum seinna veiktist mamma hastarlega, og í Ijós
kom að það var nýrnaveiki. Þá var séra Þorsteinn Kristjánsson,
síðar prestur í Sauðlauksdal, orðinn prestur að Breiðabólstað.
Eg var send uppeftir, og átti að biðja hann að hringja í Benedikt
á Kambsnesi, en hann var mágur pabba, og biðja hann að koma
með Árna Árnason, lækni í Búðardal. Ég var svo hrædd um
mömmu, að ég grét alla leiðina og bað til guðs. Er ég ætlaði að
koma skilaboðunum til prestsins, kom ég engu orði upp fyrir
ekka.
Aumingja stelpan, sagði hann og klappaði á kollinn á mér.
Árni læknir kom, hógvær og traustvekjandi.Nýjar vonir lifnuðu.
Mamma komst á fætur í það sinn, en sjúkdómurinn lá í leyni, og
átti eftir að binda endi á líf hennar fáum árum síðar. En áður en
nýrnaveikin herjaði á mömmu, eignaðist hún fimmta drenginn,
þá var ég níu ára gömul. Ég fékk að hengja til þerris barnafötin,
sem mamma hafði saumað. Ég man vel hvernig rósirnar voru á
kotunum. María Andrésdóttir, systir skáldkvennanna, Herdísar
og Ólínu, var sótt til að taka á móti barninu, sem var drengur