Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 146

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 146
144 BREIÐFIRÐINGUR Morguninn eftir var hann horfinn. Hafði hann notað tækifærið um nóttina og stokkið á hlið sem var inn á melum. Það var möl- brotið um morguninn. Þótti þá víst hver hefði verið þar á ferð. Pabbi fór um kvöldið að leita hans og fann hann inn í Skerðings- staðadal í hópi vina sinna. Um kvöldið var hann tjóðraður úti í túnjaðri. Morguninn eftir fórum við krakkarnir að gá að honum. Stóð hann þá og hengdi niður hausinn. Var hann búinn að krafsa jörðina og var moldarflag allt í kring um hann. Ég læddist að honum af því hann stóð svona kyrr, tók í bandið og sá þá að tár hrundu úr augunum sem voru hálf lokuð, og svipurinn svo raunalegur. Ég fann svo innilega til með þessum blessaða fanga, sem þráði svo frelsið og hrossastóðið heima. Hann sætti sig alls ekki við að vera í Mávahlíð, þó mér þætti það fallegasti staðurinn á þessari jörð. Ég reyndi að klappa honum og gæla við hann, en þá kastaði hann mér frá sér með hausnum. Ég féll endilöng á völlinn. Hann vildi ekki þýðast við mig. Alltaf sami hrottinn. Það var nokkru seinna, eitt góðviðriskvöld, frammi við túnhlið að pabbi lagði í það stórræði að koma hnakk á Hrotta. Það tók langan tíma. Verst var að koma reiðanum undir taglið. Þá neytti hann allra bragða, sló og beit, en pabbi var gamall glímumaður og varðist fimlega öllum áföllum og með þrautseigjunni tókst honum loks að spenna reiðann. Var nú skapið úfið í Hrotta. Hann frísaði, krafsaði jörðina upp með hófunum. Hann setti upp kryppu eins og hann ætlaði að sprengja af sér hnakkinn. Augun gneistuðu af reiði, og froðan vall úr munnvikunum. Beislismélin nísti hann milli tannanna. Eftir grimma viðureign tókst pabba að komast á bak honum. Það voru mikil tilþrif í skepnunni er hann þeystist eftir forarmýri, sem var rétt fyrir sunnan hliðið og fram að Brattakletti. Þar stóð hann kyrr í smástund, þá allt í einu rís hann upp á afturfæturna og prjónar eins og hann var langur til,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.