Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 6
S a lv ö r N o r d a l 6 TMM 2009 · 3 við uppbyggingu innviða þess heldur tileinkað sér form mun stærri þjóða. Í raun hafi verið reynt að þenja músarham yfir beinagrind fíls. Í ljósi þessa er áhugavert að skoða ástæður bankahrunsins hér á landi en ein skýring þess er að bankakerfið hafi fengið að vaxa langt umfram það sem stærð þjóðarinnar þoldi. Á undraskömmum tíma uxu íslenskar fjármálastofnanir úr því að vera fyrst og fremst litlir bankar á heima- markaði í að verða alþjóðleg fyrirtæki með starfsemi í fjölmörgum löndum. Samanlögð stærð bankanna var, þegar hámarkinu var náð, um tíföld landsframleiðsla og einn þeirra náði að skipa sér í hóp 15 stærstu banka Evrópu þegar best lét. Vöxtur bankanna fyllti margan Íslending- inn stolti, loksins hefði okkur tekist að hasla okkur völl erlendis svo eftir væri tekið. Rætt var um útrásina með velþóknun enda virtist sem Íslendingum væri margt til lista lagt í viðskiptum og gætu jafnvel gert suma hluti mun betur en nágrannaþjóðirnar, þjóðir með rótgróna reynslu af viðskiptum og alþjóðlegri bankastarfsemi. Í ljósi umræðunnar um form og stærð vakna að minnsta kosti tvær spurningar. Í fyrsta lagi getur of skjótur vöxtur lífvera haft vandamál í för með sér. Ef of mikil orka fer í vöxtinn er hætt við að lífveran nái ekki að styrkja innviði sína nægjanlega og það getur valdið alvarlegum kvill- um. Hið sama átti áreiðanlega við um íslensku fjármálastofnanirnar. Þær stækkuðu mun hraðar en þær réðu sjálfar við og náðu ekki að styrkja sitt innra starf til samræmis við útþensluna. En mikilvægara atriði er þó samhengi þeirra við form og stærð samfélagsins. Hefðum við haft djúpan skilning á smæð okkar, líkt og Mikael brýndi fyrir okkur fyrir 17 árum, hefði þessi mikli vöxtur bankanna átt að vekja okkur ugg frekar en ógagnrýnið stolt. Svo miklum vexti fjármálastofn- ananna hefði þurft að fylgja samsvarandi stækkun á innviðum íslensks samfélags, s.s. stjórnkerfi og eftirlitsstofnunum. Og það segir sig nánast sjálft að við hefðum einfaldlega ekki ráðið við margfalda fjölgun sér- hæfðs starfsliðs Seðlabanka, viðkomandi ráðuneyta eða Fjármálaeftir- lits.7 Ekki síst vegna þess að ofvöxtur fjármálakerfisins dró til sín sér- hæft, metnaðarfullt og vel menntað vinnuafl á mörgum sviðum sem hvarf þá að sama skapi úr menntakerfinu, stjórnkerfinu eða öðrum geirum viðskiptalífsins. Íslensk þjóð er einfaldlega of fámenn til að hún beri svo hraðan vöxt á afmörkuðu sviði án þess að það komi verulega niður á öðrum sviðum samfélagsins. Fámennið hér á landi sníður okkur þröngan stakk í mörgu tilliti. Kostnaðurinn við að halda úti litlu samfélagi með eigin tungu og menn- ingu í stóru og strjálbýlu landi er hár.8 Það er gömul saga og ný að það er dýrt að vera Íslendingur. Til að reka fjölbreytt samfélag með svo fáum TMM_3_2009.indd 6 8/21/09 11:45:27 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.