Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 8
S a lv ö r N o r d a l 8 TMM 2009 · 3 þeim einstaklingum sem hafa staðið í brúnni. Þá blasir líka enn betur við að lítil þjóð hefur ekki efni á öðru en að hafa sitt besta fólk við stjórnvölinn. Við, sem samfélag, höfum ekki tekið þessa staðreynd nógu alvarlega og ekki haft nógu mikinn metnað fyrir hönd stofnana okkar og stjórnkerfis – eins og pólitískar mannaráðningar bera með sér. Ef til vill er ástæðan sú að lengi vel var íslenskt samfélag tiltölulega lokað og þurfti lítið að glíma við alþjóðleg málefni. Með aukinni þátttöku í erlendum viðskiptum hefur hins vegar orðið gjörbreyting á. Athafnir Íslendinga eru í auknum mæli undir erlendri smásjá og þá reynir á íslenskt stjórnkerfi sem aldrei fyrr. Í þeirri viðureign verður starfsfólk í stjórnsýslunni að standast erlendum samverkamönnum snúning og því verður að vera valinn maður í hverju rúmi. Stormurinn gárar allt vatnið Fjármálakreppunni sem gekk yfir á haustmánuðum, og lék okkar smáu þjóð ótrúlega grátt, var stundum líkt við hvirfilbyl. Ekki einasta hrundu bankarnir hver af öðrum heldur náðu áhrif þess hruns inn á öll svið samfélagsins sem segja má að hafi umturnast á nokkrum dögum. Hvers vegna kom hin alþjóðlega fjármálakreppa svona illa við okkur? Þessari spurningu er vafalaust hægt að svara með margvíslegum hætti en eina skýringu finnum við ef við lítum til náttúrulögmálanna. Í náttúrunni er þekkt að sterkir vindar hafi meiri áhrif á lítið og grunnt vatn en það sem dýpra er. Þegar hvirfilbylurinn gekk yfir heiminn í haust hafði hann að sama skapi meiri áhrif á okkar litlu tjörn en djúp höfin víða annars stað- ar og náði að koma hreyfingu á allt vatnið sem rauk í allar áttir. Þó að við höfum sjaldan eða aldrei lent í viðlíka hvirfilbyl og gekk yfir á haustmánuðum þekkjum við vel hvernig sterkir samfélagslegir straum- ar og tíska hafa hvað eftir annað náð að koma róti á okkar litlu tjörn. Yfirborðsáhrifin ná inn í hvern krók og kima samfélagsins því undir er ekkert dýpi sem lætur ekki haggast. Við erum einfaldlega of fá til að hafa fjölbreytta undirhópa með ólíkar hugmyndir og lífsstíl sem skýrir að hluta til þá hjarðhegðun sem myndast frekar í litlu samfélagi en stóru. Þessi hvirfilbylsáhrif koma fram með ýmsu móti og valda því meðal annars að erjur og ágreiningur geta auðveldlega raskað jafnvægi sam- félagsins. Erjur Sturlungaaldar eru dæmi um átök þar sem valdajafn- vægið raskaðist og þær höfðu áhrif nánast á hvern mann í landinu. Við þurfum þó ekki að fara 800 ár aftur í tímann til að finna dæmi um það hve erfiðlega hefur gengið að leysa úr ágreiningi eða takast á við vanda- söm málefni. Slík mál hafa tilhneigingu til að fara eins og stormur um TMM_3_2009.indd 8 8/21/09 11:45:27 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.