Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 16
16 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð seint úr minni og því ekki að ástæðulausu að þeir eru mjög tortryggnir á hvers konar erlend afskipti af innanríkismálum. Aga Djan bindur vonir við að Shahbal taki við teppasölunni þegar hann vex úr grasi en Shahbal vill til náms í Teheran. Háskólinn í höfuðborginni fóstrar róttækar stúdentahreyfingar og Shahbal hrífst með straumnum. Þar svipar honum til höfundarins Kaders Abdollah, sem barðist með neðanjarðarhreyf- ingu sem vildi hrinda keisaranum frá völdum. En ólíkt Shahbal, sem fremur launmorð, hafði Kader Abdollah aðeins pennann að vopni. Mohamed Reza Pahlavi var besti vinur sem Vesturveldin hefðu getað hugsað sér í Miðausturlöndum, tryggur og stöðugur framfarasinni, sem tryggði aðgengi Vesturlanda að olíu. Hans eigin þjóð sá hann í gerólíku ljósi. Pahlavi var vænisjúkur vígbúnaðarfíkill sem barði niður pólitíska andstöðu, af ótta við að verið væri að brugga honum launráð. Róttæka klerkahreyfingin í hinni rótgrónu helgiborg Qom gagnrýnir keis- arann hástöfum og elur á óánægju almennings. Þaðan kemur langþráður vonbiðill og biður um hönd dóttur ímamsins í mosku hússins. Hinn ungi Galgal leynir því ekki að hann tilheyri róttækri klerkahreyfingu, hann hreykir sér af því. Aga Djan veltir fyrir sér hvort bónorðið sé að undirlagi klerkahreyf- ingarinnar; hvort tilgangurinn sé að setja róttækan klerk inn í aðalmoskuna í Sanadjan til að breiða út byltingarboðskapinn. Galgal veldur nokkrum usla þegar hann tekur við ímamsstöðunni. Til að byrja með er hann varkár; hann veit sem er að leyniþjónustan situr um hann. En þegar á að opna kvikmyndahús í borginni þeytir hann byltingarlúðra. Til að bæta gráu ofan á svart á eiginkona keisarans, Farah Diba, að klippa á borð- ann, – sú bersynduga kona, að mati klerkastéttarinnar. Farah Diba féll mjög vel í kramið á Vesturlöndum, líkt og keisarinn. Hún gekk ekki með blæju og hvatti íranskar konur til dáða. Hún beitti sér einarðlega fyrir réttindum kvenna og studdi við bakið á írönsku menningarlífi. Aga Djan nær að afstýra þessari smábyltingu Galgals sem lætur sig hverfa úr húsi moskunnar skömmu seinna. Hann kemur við sögu seinna, sem innsti koppur í búri í stóru byltingunni. – – – Olíukreppan árið 1973 var himnasending fyrir Írana. Verðhækkanir á olíu ríf- lega fjórfölduðu þjóðartekjurnar nánast á einni nóttu. En vopnin snerust fljótt í höndunum á Pahlavi keisara. Ómarkviss eyðsla ríkisins olli þenslu og verð- bólgu. Nauðsynjar hækkuðu í verði upp úr öllu valdi. Á sama tíma nutu einka- vinir keisarans þess þegar hann einkavæddi ríkisfyrirtækin eitt af öðru. Þegar leið á áttunda áratug tuttugustu aldar var því fólkið í landinu orðið langþreytt á því að keisarinn virtist hafa tapað öllu sambandi við almenning í landinu. Það má segja að byltingin hafi byrjað í janúar 1978. Þá skaut lögregla á mótmælendur í klerkaborginni Qom og nokkrir létust. Fjöldi látinna er mjög á reiki, eins og vill verða í byltingum. Að íslömskum sið var haldin arba’een TMM_3_2009.indd 16 8/21/09 11:45:28 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.