Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 20
20 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Vi vil ikke være brikker i deres spil det har vi ikke tålmodighed til.“ Þær sömdu rokksöngleik sem aldrei var fluttur. Hann hét Angst og fjallaði um miðaldra konu.3 Námsár á Soffíugarðinum Þær stöllur ákváðu að taka sér hlé frá stéttabaráttunni og þegar Naja var 16 ára flutti hún að heiman. Hún lét sér leiðast við barnapössun og heimilisverk á meðan kærastinn sat úti í bæ og reykti sig skakkan. 18 ára gömul varð hún barnshafandi og móðir hennar sendi hana í ofboði í viðtal til félagsráðgjafans Tine Bryld sem var þá landsþekkt fyrir útvarpsþætti á sunnudagskvöldum þar sem hún veitti örvæntingarfullum unglingum góð ráð. Ekki fer sögum af því hvað þeim fór á milli en frumburðurinn Frederik kom í heiminn 1982. Naja hafði þá gerst umboðsmaður hljómsveita og næsta skref var stúdentspróf. Það var á þessum árum sem við urðum nágrannar í Kaupmannahöfn. Þá ríkti mikil hamingja á Soffíugarðinum. Danska hippamenningin lifði góðu lífi, ekki síst á Kristjánshöfn þar sem stúdentagarðurinn hafði risið á rústum hertekinna húsa og blíður uppreisnarandi sveif yfir vötnum. Óli frosk- ur, æskuvinur hljómsveitargæjanna í Gasolin, rak reiðhjólaverkstæði á jarð- hæðinni sem sneri að Drottningargötu. Amalía, dóttir hans, geiflaði sig fram- an í íslensku krakkana og þeir ulluðu á móti enda vissu þeir ekki að hún ætti síðar eftir að leika austurríska prinsessu á móti Harrison Ford í Indiana Jones- mynd. Kim Larsen átti til að vitja gömlu vinanna á fimmtudagskvöldum og taka lagið í Soffíukjallaranum. Gítarleikarinn Franz Beckerlee tiplaði um á háum hælum, grindhoraður í aðskornum satínfötum með ljósa lokka. Dóttir hans var skírð í höfuðið á hunangi. Um þetta leyti var hann að þýða glæpasögu sem hann gaf síðar út í eigin nafni og kallaði De gamle aber er de sjoveste. Aldrei hafði Soffíugarðurinn verið eins þétt setinn Íslendingum. Þeir voru ekki að bíða með barneignir fram yfir námslok eins og flestir innfæddir og voru því búnir að koma sér fyrir í stærstu íbúðunum. Sjónarvottur lýsti samfé- laginu á þá leið að þar bæri mikið á íslenskum börnum og konum en minna færi fyrir körlum. Einn þeirra, Einar Már Guðmundsson, sótti Konunglega bókasafnið samviskusamlega og lagði traustan grunn að skáldaferli sínum. Meðfram óx fjölskylda hans jafnt og þétt; í rigningu á sunnudagsmorgni sáust þau skáldið og Þórunn kona hans spásséra, ekki aðeins með eigin ómegð held- ur höfðu aðrir krakkar og tveir hundar slegist í hópinn. Inn í þetta umhverfi flutti ljóshærð dönsk fjölskylda. Á morgnana veifaði mamman brosandi til litla stráksins áður en hún hjólaði af stað með skóla- töskuna á bakinu. Síðdegis sátu feðgarnir í sólskini við Christianshavns Kanal, hárprúður gutlaði faðirinn á gítar en strákurinn horfði á eftir bátum sem mjökuðust um síkið. TMM_3_2009.indd 20 8/21/09 11:45:28 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.