Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 21
TMM 2009 · 3 21 N a j a M a r i e A i d t Sjö árum síðar áttu þau Naja og Martin Heurlin von á öðru barni en þá var hún orðin þreytt á að þrífa skítinn undan öðrum og farin að þrá breytingar. Á meðgöngunni ákvað hún að skrifa bók. Hún hafði þó ekki mikið álit á sjálfri sér sem skáldi eða „litterat“; henni fannst hún hálfmisheppnuð; kornung móðir með undarlegan bókmenntasmekk og hafði ekki einu sinni verið í Forfat- terskolen. Sonurinn Carl Emil kom í heiminn 1989. Handritið fékk dræmar undirtektir en þegar það barst í hendur ritstjóra hjá Gyldendal urðu viðbrögð- in sérlega jákvæð. Þriðji sonurinn, Johan, fæddist 1991 og sama ár kom út ljóðabókin Så længe jeg er ung. Hún hlaut mikið lof gagnrýnenda og stuttu síðar skildi Naja við barnsföður sinn. Þá var hún 27 ára ljóðskáld og einstæð þriggja barna móðir. Hún lét aðstæðurnar ekki aftra sér heldur vandi sig á að skrifa í skarkala heimilisins – börnin urðu að sætta sig við að mamma væri stundum annars hugar. Á undanförnum 18 árum hefur Naja Marie Aidt skrifað fjölmörg verk af ýmsum gerðum; ljóð, smásögur, leikrit, barnabækur, kvikmyndahandrit.4 En enga skáldsögu. Mér finnst skrifað alltof mikið af doðröntum. Ég verð dauðþreytt þegar greint er frá öllum smáatriðum. Smáatriði geta þó verið stórkostleg ef þau er valin af kostgæfni, því þá eru þau merkingarbær. Mig hefur alltaf langað til að skrifa skáldsögu. En ég hef ekki gert það. Ekki enn.5 Bavían og Bókmenntaverðlaunin Naja Marie hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir smásagna- safnið Bavían sem kom út árið 2006 og hlaut verðlaun danskra gagnrýnenda ári síðar. Í rökstuðningi norrænu dómnefndarinnar stóð m.a.: Smásögurnar 15 fjalla um veröld sem svipar til hversdagsleikans. Naja Marie Aidt skrifar áferðarfallegan og ískyggilegan raunsæistexta, sem dregur fram undirtóna raunveruleikans, svo lesandinn finnur að hversdagsleikinn hvílir á neti mögulegra hamfara. Það sem tengir smásögur Naja Marie Aidt er lífssýn þeirra. En kannski einnig eitthvað sem kalla má hnattrænt lífsmyrkur. Því í gegnum bókina rennur straumur, púls, sem bæði er áferðarfallegur og ískyggilega þungbúinn.6 Naja Marie Aidt sagði verðlaunin viðurkenningu á smásöguforminu, stjúp- barni bókmenntanna. Hún lítur þó öðru fremur á sig sem ljóðskáld og segir miklu meiri vinnu felast í ljóðinu. Smásögurnar í Bavían hafa verið kallaðar líkamlegar og holdlegar hvatir eru þar í fyrirrúmi. Þar leynist hrollvekja sem er í skemmtilegu misræmi við bjarta og brosandi ásjónu höfundar. Allt virðist vera í himnalagi og þokkalegu jafn- vægi en reynist síðan á ystu nöf tilverunnar. Líkamleg hreysti snýst upp í and- hverfu sína. Í einni sögu er ungur og sterkur karlmaður á heimleið eftir vel heppnað fyllerí og jafnvel kvennafar. Sigurgöngu hans lýkur þegar mýfluga TMM_3_2009.indd 21 8/21/09 11:45:28 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.