Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 27
TMM 2009 · 3 27 Ta r i q A l i hann arabíska ljóðagerð og skáldskap til að varpa ljósi á hinn arabíska menn- ingarheim sem smættaður hefur verið niður í mjög einfaldaða mynd af óvin- inum. Og myndin af óvininum í líki öfgafullra sértrúarhópa er hliðstæð því að arabaheimurinn sæi Vesturlönd í líki kristinna sértrúarsöfnuða. Auðvitað má segja að Bushstjórnin hafi verið býsna nálægt slíku hugarfari. Var hún ekki nátengd ofsækisfullum sértrúarsöfnuðum? En sem sé: Mörg verk Tariqs Ali beinast gegn ríkjandi hugmyndafræði og vonin um alþjóðlega samstöðu er lit- urinn sem litar þau. Tariq Ali álítur að við höfum fengið smjörþefinn af þessari samstöðu á sjö- unda áratugnum, í kjölfar ’68-uppreisnanna. Eitt frægasta verk hans er Street Fighting Years – An Autobiography of the Sixties. Hún er til í einum þremur útgáfum, sú síðasta frá árinu 2005. Tariq Ali hefur ekkert breytt meginmálinu en bætt bæði framan við það og aftan. Við 2005 útgáfuna er til að mynda bætt hinu stórmerkilega viðtali „Power to the People“ sem Tariq Ali og Robin Blackburn tóku á sínum tíma við John Lennon og Yoko Ono. Viðtalið birtist í vikublaðinu Red Mole, Rauðu moldvörpunni, sem lengi var málgagn breskra trotskýista. Sagt er að John Lennon hafi samið lagið „Power to the People“ inn- blásinn af þessu viðtali. Þar segir John Lennon skoðanir sínar á yfirvegaðan hátt og er merkilega glöggskyggn á samhengi hlutanna. Hann talar til dæmis um hvernig alþýðleikinn var barinn niður í Bítlunum og þeim beinlínis bann- að að tjá sig um mál einsog stríðsreksturinn í Víetnam, þar til John Lennon sprakk á limminu, einsog frægt er í sögunni. Það þýddi að leyniþjónustur bæði Bretlands og Bandaríkjanna fylgdust með honum, einsog fjallað er um í mynd- inni Bandaríkin gegn Lennon. Önnur tenging Tariqs Ali við rokktónlistina og þungavigtarmenn hennar er lagið „Street Fighting Man“ eftir Rolling Stones. Það er samið í kjölfar mótmæla gegn Víetnamstríðinu í London 1968, þar sem Tariq Ali var einn af skipuleggjendum og leiðtogi. Hann var holdtekja mót- mælanna, svo lagið er oft tengt við hann. Tariq Ali hafði svipaða stöðu í Bret- landi og Cohn-Bendit-bræður höfðu í Frakklandi og Rudi Dutschke í Þýska- landi. Þetta voru sem sé leiðtogar stúdentahreyfinganna sem voru hver um sig mjög áberandi og vöktu mikla athygli. Tariq Ali var fenginn til að deila á opinberum vettvangi við menn einsog Henry Kissinger. Frammistaða hans varð til þess að Marlon Brando bauð honum í mat, en Marlon Brando lýsti yfir andstöðu við Víetnamstríðið og lét málefni frumbyggja Ameríku til sín taka. Í kjölfar ’68-uppreisnanna var Tariq Ali bannað að koma til Frakklands og var því banni ekki aflétt fyrr en Regis Debray varð aðstoðarmaður Mitterands, en Regis Debray má einmitt sjá með Tariq Ali og Robin Blackburn í myndinni Imagine um gerð samnefndrar plötu. Regis Debray var þá nýkominn úr fang- elsi í Bólivíu, en þróun hans rekur Tariq Ali einmitt í bókinni Street Fighting Years. Þannig mætti lengi telja og margar sögur segja. Púðrið sem Tariq Ali sér í sjöunda áratugnum er trúin á breytingar sem þá fæddist, trúin á það að hægt sé að breyta heiminum með því að rísa upp og mótmæla. Kannski er þessi trú aftur að verða að veruleika núna. Árið 1998 gaf Tariq Ali út ásamt konu sinni, Susan Atkins, sem er ritstjóri TMM_3_2009.indd 27 8/21/09 12:53:43 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.