Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 36
36 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Ný tengsl, náin kynni Um litháska ljóðskáldið Gintaras Grajauskas skáld eru einsog indjánar þau dauðu yfirleitt best skáld eru líka ákaflega mannleg og já, það er ákaflega mannlegt að vera skáld, indjáni eða dauður Þannig hefst nafnlaust ljóð eftir litháska skáldið Gintaras Grajauskas og er um margt dæmigert fyrir skáldskap þessa ágæta höfundar, sem hóf feril sinn í nokkurs konar tómarúmi eftir að Eystrasaltslöndin endurheimtu sjálfstæði sitt fyrir réttum tveimur áratugum. Upp var runninn nýr tími og ljóðmál sem hafði löngum tíðkast var ekki lengur viðeigandi. Þrátt fyrir aldagamlar hefðir í litháskri ljóðlist höfðu skáldin mátt lúta þeim reglum sem ríktu á sovéttím- anum og halda stöðugt því „rétta“ fram til að geta tekið opinberan þátt í lista- og menningarlífi þjóðarinnar. Í Litháen nutu skáldin virðingar og vinsælda, ekki síst á áttunda og níunda áratugnum, en áberandi þáttur í ljóðagerðinni voru myndhverfingar og listrænar vísanir sem fólu í sér ákveðið frelsi til að miðla hinu ósagða og dulda í samfélagi sem annars var gegnsýrt af sósíalískri hugmyndafræði. Með nýju sjálfstæði var tími breytinga og endurmats runninn upp og þar með tími nýrra skálda. Gintaras Grajauskas fæddist í bænum Marijampolé árið 1966, en fluttist átta árum síðar ásamt foreldrum sínum til hafnarborgarinnar Klaipeda í vestur- hluta Litháens. Fyrstu ljóðabókina sendi hann frá sér 1993 og hlaut hún verð- laun sem besta ljóðabók efir nýliða það árið. Síðan hafa komið frá hans hendi margar ljóðabækur, skáldsaga, ritgerðasafn og nokkur leikrit sem hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Gintaras lauk námi við jazzdeild Tónlistarháskól- ann í Klaipeda og hefur ásamt ritstörfunum getið sér orð á tónlistarsviðinu, m.a. sem söngvari og bassaleikari í blús- og rokkhljómsveitunum Kontrabanda og Rokfeleriai. Einnig hefur hann þýtt úr pósku og rússesku. Í rúman áratug var hann blaðamaður og lengst af ritstjóri Rafdropans (Gintaro lasai), bók- menntarits dagblaðsins Klaipeda, sem m.a. lagði áherslu á að kynna unga höf- unda og birta efni eftir þá. Síðastliðið ár hefur hann hins vegar starfað í bók- menntadeild Leikhússins í Klaipeda. Segja má að Gintaras hafi frá upphafi gert út frá Klaipeda með ljóð sín og önnur verk. Hann hefur verið tíður gestur á bókmenntahátíðum og á undanförnum árum hafa ljóð hans verið þýdd og TMM_3_2009.indd 36 8/21/09 11:45:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.