Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 41
TMM 2009 · 3 41 J o h a n H a r s t a d manns. Þar finnst Mattiasi sem hann sé lentur á tunglinu og upplifuninni er lýst með orðum Aldrins (sem eru líklega öllum gleymd vegna fleygra orða Armstrongs um lítið skref fyrir manninn og stórt stökk fyrir mannkynið): „Magnificent. Magnificent desolation.“ – Stórfenglegt. Stórfengleg auðn. Havstein fer með Mattias í sambýli sem hann rekur fyrir fólk með geðræna kvilla í gömlu frystihúsi í Gjógv. Þarna kynnist Mattias nokkrum niðurbrotn- um manneskjum með snertifælni og óljósa fortíð, sum vinna utan sambýlisins en önnur tálga kindur úr tré og líma á þær ull á þeim forsendum að um ein- hverskonar starfsendurhæfingu sé að ræða. Þegar líður að jólum ætlar Mattias heim til foreldranna í Stavanger en hann missir af vélinni og verður stranda- glópur, einn á hálfgerðri eyðieyju, honum líður eins og einmana geimfara á tunglinu. Undir lok bókar má segja að hraðspólað sé áfram; eftir siglingu í Kar- abíska hafinu með sambýlingunum endar Mattias aftur í Stavanger, stofnar fjölskyldu og sagan fær yfirbragð vísindaskáldsögu þegar lesandinn er skyndi- lega kominn fjölmörg ár fram í tímann. Í lokakaflanum situr Mattias í garði um vor og hugsar um sífellda leit mannsins að sönnunum þess að einhver fylg- ist með okkur og að við séum ekki einsömul í heiminum. Buzz Aldrin, hvor ble det av dig i alt mylderet? vekur margar áhugaverðar spurningar. Segja má að meginþemu bókarinnar séu annars vegar vangaveltur um að „vera eitthvað“ eða „vera ekki eitthvað“ sem tengjast þrá Mattiasar eftir að vera í felum, vera ósýnilegur og vekja enga eftirtekt, en vinna þó sín afrek. Hitt þemað tengist þörf mannsins til að yfirvinna hinn óumflýjanlega ein- manaleika sem fylgir því að vera manneskja. Nú á dögum, þegar mann grunar að kokkar vilji helst vera sjónvarpskokkar, veðurfræðingar sjónvarpsveður- fréttamenn og margir sækjast eftir að því er oft virðist tilgangslausri frægð, eru þetta auðvitað mikilvæg umfjöllunarefni sem flestir hljóta að hafa skoðanir á. Buzz Aldrin, hvor ble det av dig i alt mylderet? fjallar um að vera séður eða ekki séður. Mattias hefur mikla og fagra söngrödd og gæti því notað hana til að verða poppstjarna, en hann hvorki getur né kærir sig um að standa á sviði heldur einbeitir sér að garðrækt, lætur flest blómstra annað en eigin hæfileika. En hann þarf ekki sviðsljósið, í því felst ekki viðurkenning á gildi manneskj- unnar, og hin fagra söngrödd Mattiasar er á sínum stað hvort sem við heyrum í honum eða ekki. Mattias leitar að ástandi þar sem hann getur verið allt að því ósýnilegur. Þannig er minnst hætta á að hann verði fyrir vonbrigðum, lendi í ástarsorg eða komist upp á kant við einhvern. En þó að þetta takist bærilega, hann er jú svo gott sem ósýnilegur í Gjógv, hefur það afleiðingar. Nafnleysið er kannski ekkert endilega svo eftirsóknarvert þegar upp er staðið. Síðar kemur einnig í ljós að Buzz Aldrin var og er ekki jafn óþekktur og Mattias gerir lengst af ráð fyrir. Samkvæmt frétt sem birtist um allan heim, og þar með talið í Morgunblaðinu, í desember 1972 fékk Aldrin taugaáfall eftir tunglferðina, ekki vegna álagsins af geimferðinni, heldur vegna frægðarinnar sem fylgdi í kjölfar- ið. Geimfarinn skrifaði síðar bók um meðferðina sem hann gekkst undir hjá geðlækni, en þeirri meðferð var haldið leyndri fyrir umheiminum vegna ímyndarinnar sem mátti ekki skaðast. Geimfarar þurfa að vera flekklausar TMM_3_2009.indd 41 8/21/09 11:45:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.