Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 44
44 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð fór að skrifa texta í sýningarskrár fyrir hóp myndlistarmanna og arkitekta að áhugi hans á því að gefa eitthvað út kviknaði í alvöru. Og þegar hann hafði lokið við háskólaritgerðina gat hann loks hellt sér út í það sem öllu máli skipti, frumraunina, skáldsöguna Til verdens ende (1994). Aðspurður um það hvort viðbrögðin hafi verið í samræmi við væntingarnar, svarar Holm því til að hann hafi reyndar verið alsæll með að einhver skyldi vilja gefa verkið út, hann hafi ekki haft neinar væntingar um fé eða frægð. „… En eftirá blasir hráslagalegur veruleikinn við með sölutölurnar.“ Í kjölfarið fylgdu fleiri skáldsögur, Mørk (1995) og Flugtens Tid (1997). Það var svo árið 1998 að fyrrnefnd bók, Hafnia Punk kom út og það var hún sem vakti fyrst verulega athygli á höfundinum. Hafnia Punk er ekki skáldsaga í hefbundnum skilningi, fremur löng röð af myndbrotum af mannlífi í stórborg árið 1997. Sagan hverfist um Kaupmanna- hafnarbúa um þrítugt og er tilveru þeirra lýst í stuttum myndbrotum, mánuð fyrir mánuð. Persónurnar eru margar, en engin getur talist raunveruleg aðal- persóna. Það sem persónurnar eiga sameiginlegt er að nánast ekkert gengur upp hjá þeim, draumar þeirra leysast upp, metnaðurinn fer í súginn og sama má segja um hjónaböndin. Þetta fólk lifir lífi sínu líkt og til hliðar við sjálft sig og hvert annað, heldur framhjá, fer í fjölskylduboð, neytir fíkniefna, sinnir börnum og vinnu, sefur hjá og montar sig, borðar og sefur, lýgur og hlær í viðleitni til að halda öllu á floti. Sögupersónurnar eiga engin sameiginleg markmið eða snertifleti aðra en borgina, hendinguna og vanhæfnina til að ljá lífi sínu eitthvert inntak. Það er sá sársauki sem er þeim sameiginlegur og hann er leiddur í ljós í bókinni án náðar og tilfinningasemi. Um bókina segir Holm: Fyrstu þrjár sögur mínar gerðust allar í Kaupmannahöfn og þá fór ég að velta fyrir mér að það gæti verið spennandi að reyna að skrifa sögu sem fjallaði ekki síður um borgina sjálfa en sögur af fólki. Mig langaði í þessa átt, að sameina það afmarkaða og sögulega annars vegar og hið villta og lífræna hins vegar. Þetta er einhvers konar speglun á ákveðnum klofningi sem var og er til staðar, líka í sjálfum mér. Ég held ekki að maður geti leiðrétt eða læknað þennan klofning og hann er líka að mínu viti ágætur fyrir höfund. Ég hef aldrei skilið Woody Allen, sem er alltaf hjá sálfræðingi í myndunum sínum til að losna við skavanka sína, en samt eru það þeir sem á ein- hvern hátt gera hann að því sem hann er. Holm fylgdi Hafnia Punk eftir með skáldsögunni Sommer (1999), þar sem hann flutti sögusviðið í fyrsta sinn út úr Kaupmannahöfn og snarminnkaði sögupersónufjöldann. Hér segir frá viðskiptaráðgjafanum Peter og konu hans Nönnu, sem ætla sér að slaka algerlega og almennilega á í þrjár vikur í sum- arhúsinu, en vinir þeirra, tengdafólkið, fartölvan, farsíminn og ekki síst rauð- vínið, leiðir þau í aðrar áttir. TMM_3_2009.indd 44 8/21/09 11:45:30 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.