Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 47
TMM 2009 · 3 47 L u i s L ó p e z N i e v e s menn kusu sína fyrstu stjórn 1898 en hún varð skammlíf, því aðeins nokkrum dögum síðar hernámu Bandaríkin Púertó Ríkó í spænsk-bandaríska stríðinu. Árið 1900 tilnefndi forseti Bandaríkjanna bandarískan landstjóra fyrir eyna og árið 1917 var eyjarskeggjum fenginn bandarískur ríkisborgararéttur að þeim forspurðum. Hvorki voru skilgreind tengsl landanna né staða eyjarinnar, hún var nú sögð tilheyra Bandaríkjunum en var ekki formlega innlimuð í þau. Árið 1948 fékk landið heimastjórn og fyrsta innlenda landstjórann en 1952 var eyjan gerð að „Frjálsu tengdu fylki“ og hefur landið enn þá stöðu.3 Landið er þannig hluti af stjórnskipulagi Bandaríkjanna en hefur jafnframt heimastjórn, rómanskan menningararf og tungu, og þessi staða hefur mótað allt líf lands- manna eins og gefur að skilja.4 Þessar sérkennilegu aðstæður hafa oft valdið óvissu og vanþekkingu utanaðkomandi eins og reynsla López Nieves á ráð- stefnunni um spænska tungu sem um gat hér í upphafi ber vott um. Þær hafa einnig orðið til þess að eyjan hefur haft tilhneigingu til að einangrast frá samfélagi þjóða Rómönsku-Ameríku þrátt fyrir sameiginlegan menningararf og tungu. Pólitísk staða eyjarinnar hefur verið stanslaust þrætuepli meðal landsmanna alla síðustu öld, allt fram á okkar daga, og skoðanir þeirra á fram- tíð landsins eru skiptar.5 Þetta hefur litað allar bókmenntir landsmanna, en leit að sjálfsmynd þjóðarinnar og greining þjóðarsálarinnar er eitt meginviðfangs- efni rithöfunda alla síðustu öld. Skömmu eftir að landsmenn fengu bandarískt ríkisfang stóð til að kenna þeim tungu og gildi hinnar nýju herraþjóðar, og skyldi kennsla fara fram á ensku á öllum skólastigum. Þetta olli mikilli óánægju, deilum og mótmælum; lögin voru loks numin úr gildi árið 1948 og spænskan aftur tekin upp í skólum landsins. Þessi þrautseigja landsmanna að viðhalda tungu sinni hefur vakið athygli og árið 1991 fékk þjóðin hin virtu bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Prinsinn af Astúrías á Spáni, verðlaun fyrir áratuga baráttu gegn yfirtöku enskrar tungu. Þessi andstaða hefur án efa getið af sér markverða bókmennta- hefð. Púertó Ríkó hefur átt þónokkra heimsþekkta rithöfunda, t.d. José Luis González (1926–1997), Luis Rafael Sánchez (1936), Rosario Ferré (1938) og Önu Lydiu Vega (1946). Bókmenntasögu landsins á 20. öld er gjarnan skipt upp í kynslóðir sem eru kenndar við fjórða áratuginn, þann fimmta og/eða sjötta og þann áttunda.6 Luis López Nieves má telja til bókmenntakynslóðarinnar sem hefur verið tengd áttunda áratugnum þó að hann komi dálítið síðar fram á sjónarsviðið en koll- egar hans af þeirri kynslóð. Hann fæddist árið 1950. Menntun sína hlaut hann á Púertó Ríkó og í Bandaríkjunum þar sem hann lauk doktorsprófi í saman- burðarbókmenntum frá State University of New York í Stony Brook. Hann hefur gefið út smásögur, skáldsögur, greinar og skrifað handrit af ýmsum toga. Fyrstu smásögur hans birtust í ýmsum ritum á áttunda áratugnum en fyrsta verk hans sem vakti verðskuldaða athygli var smásagan „Seva“ og birtist í menningarhefti vikuritsins Claridad 23. desember 1983. Undirtitill sögunnar var: „Sagan um fyrri innrás Bandaríkjamanna í eyna Púertó Ríkó árið 1898.“ Í kjölfar birtingarinnar varð mikið fjaðrafok, sagan vakti gífurlega sterk við- TMM_3_2009.indd 47 8/21/09 11:45:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.