Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 48
48 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð brögð hjá landsmönnum, nokkuð sem hafði ekki sést áður á eynni. Verkið snerti vissulega viðkvæman streng í þjóðarsálinni, þ.e. hvernig landsmenn tóku innrás Bandaríkjanna 1898. Saga López Nieves fjallar um innrás Banda- ríkjamanna í bæinn Seva í maí 1898 og segir íbúa hafa varist hetjulega gegn herforingjanum Nelson A. Miles og mönnum hans allt þar til í ágúst þegar innrásarmönnum barst liðsafli. Þá tókst þeim að sigrast á íbúum og jafna bæinn við jörðu. Samkvæmt sögu López Nieves var bærinn þurrkaður út, íbúar drepnir, og núverandi herstöð sem heitir Roosevelt Roads reist þar ofan á, nálægt bænum Ceiba sem allir landsmenn þekkja.7 Aftur á móti segir hin opinbera saga að innrásin hafi átt sér stað í júlí á allt öðrum stað á eynni, í bænum Guánica þar sem andspyrna eyjarskeggja takmarkaðist við skæru- hernað, og að þeir hafi í raun upp til hópa tekið á móti Bandaríkjamönnum nokkuð vinsamlega og séð þá sem frelsara sína sem gætu komið þeim undan nýlendu oki Spánverja, sömuleiðis bandamenn sína í því að koma á lýðræði í anda Bandaríkjanna. Margir lesendur blaðsins Claridad, sem er einkum málgagn sjálfstæðissinna og menntamanna, létu blekkjast og trúðu sögu López Nieves. Fréttin barst út sem eldur í sinu. Símalínur blaðsins glóðu, sagan var ljósrituð um allt og flaug manna á milli, fólk hittist og las söguna saman. Sagnaljóð og sönglög urðu til, krossar voru reistir við Roosevelt Roads-herstöðina, þar sem bærinn Seva stóð fyrrum samkvæmt sögu López Nieves, og víða sáust slagorðin „Seva vive“ eða „Seva lifir“. Fólki þótti sem þarna væri loksins komin upp á yfirborðið hin rétta saga sem yfirvöld hefðu haldið leyndri fram að þessu. Loksins var komin fram hetjusaga þjóðarinnar. En hængurinn á öllu saman var sá að sagan var hugar- burður López Nieves – þetta var skáldskapur, en þó ekki nema að hálfu leyti. Það er erfitt að flokka þetta stutta verk López Nieves; það er smásaga þótt ekki sé í hefðbundnum skilningi því hér er söguleg frásögn í formi bréfa nokk- urra aðila. Ýmis gögn fylgja, s.s. ljósmyndir, kort og afrit af skjölum. Sagan hefst á bréfi höfundar sjálfs (þ.e.a.s. López Nieves) til ritstjóra Claridad. Í því segir að eftir langa umhugsun hafi hann ákveðið að senda honum þetta bréf ásamt meðfylgjandi gögnum. Gögnin tengjast rannsókn vinar hans, sagnfræð- ings og kennara við Interamericana-háskólann á Púertó Ríkó, Victors Cab- añas, sem nú sé horfinn sporlaust. Rannsóknir hans snúist um áður óþekkta innrás Bandaríkjamanna í landið nokkrum mánuðum fyrir þá sem menn þekkja almennt og er hluti af hinni opinberu sögu. López Nieves biður ritstjór- ann vinsamlegast að birta gögnin í Claridad sem hann og gerði. Á eftir bréfi höfundar fylgja bréf Victors Cabañas til López Nieves þar sem hann útlistar rannsókn sína. Einnig eru birt brot úr dagbókum herforingjans Nelsons A. Miles með lýsingum hans á misheppnaðri innrás í bæinn Seva. Og svo fylgja ljósmyndir, kort og afrit af skjölum. Öll bréfin og innihald þeirra er svo sann- færandi að ekki er að furða að textinn hafi vakið fyrrnefnd viðbrögð lesenda. Eins og fyrr sagði voru þau slík að vikublaðið sá sig tilneytt að gefa út yfirlýs- ingu um að þetta væri smásaga, hugarburður rithöfundarins Luis López Nie- ves. Þessum sterku viðbrögðum hefur stundum verið líkt við það þegar TMM_3_2009.indd 48 8/21/09 11:45:31 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.