Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 50
50 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð hinnar eilífu æsku. Sagan segir að þegar Ponce de León kom heim úr annarri ferð sinni í leitinni að Lind hinnar eilífu æsku hafi hann látist af sárum sínum. López Nieves lætur innfæddan mann taka sér frásögnina í munn; hann þekkir hina raunverulegu sögu, en hún er sú að innfæddir hafi spunnið upp söguna um æskulindina til þess að hrekja Ponce de León á brott og síðar hafi þeir drepið hann. López Nieves notar áþekka aðferð í skáldsögunni El corazón de Voltaire (Hjarta Voltaires) sem hann sendi frá sér árið 2005.10 Þar er söguhetjan hvorki meira né minna en sjálfur Voltaire. Bókin er skrifuð sem spennusaga í tölvu- bréfaformi þar sem vísindamenn, háskólaprófessorar, kirkjunnar menn, stjórn málamenn og æðstu stofnanir Frakklands koma við sögu auk hversdags- legs fólks. Bókin gengur út á það að komast að því með hjálp erfðavísinda hvort hjarta Voltaires, hin mikla gersemi sem er varðveitt á þjóðarbókhlöðu Frakka, sé raunverulega úr honum. Og hvernig snýr López Nieves upp á söguna í þessu verki? Jú, hann stóðst ekki mátið og leyfði sér að láta Voltaire lifa ellefu árum lengur en í raunveruleikanum og hann verður því vitni að frönsku byltingunni sem hann lagði sjálfur grunninn að. López Nieves minnir í bók sinni á að Voltaire var fyrsti rithöfundurinn til að stíga niður á svið sögunnar í nafni til- tekins málstaðar. Hans hefur fyrst og fremst verið minnst sem hugsuðar en hjartað í honum gert að eins konar helgimynd sem Frakkar hafa sýnt lotningu í gegnum tíðina. Voltaire nýtir þessi ellefu aukaár til að ferðast um sem óþekkt- ur maður, eftir að hann fær aðalsmanninn Tamerville til að skipta um hlutverk við sig. Að lokum þarf Voltaire að flýja þær aðstæður sem hann sjálfur hafði barist fyrir og stuðlað að með hugmyndum sínum. Verkið er í senn hylling til Voltaires og hæðnisblandin ádeila á hann. Hin erfðafræðilega rannsókn setur í hættu sannleiksgildi helgimyndarinnar og þjóðargersemi Frakka. Ef vísindin leiða annað í ljós en það sem þjóðarsagan krefst, þarf að þagga niður hina vísindalegu niðurstöðu. Og það er einmitt það sem gerist. Hér takast á goðsagan og það sem mætti kalla staðreyndir. Í þessu verki sem og í öðrum má segja að López Nieves velti upp spurningunni um sannleiksgildi hinnar opinberu og „sönnu“ sögu sem hann telur í raun ekki annað en ótrausta og reikula orðræðu, og ósjaldan virðist skáldskapurinn hafa meira sannleiksgildi en sjálf sagan. Með verkum sínum fær López Nieves les- andann til að horfa á söguna út frá nýju sjónarhorni, meta hana að nýju, taka henni ekki sem hreinum staðreyndum sem ekki má hrófla við, en samtímis vekur hann áhuga á sagnfræði og sögunni, fær lesandann til að vilja fræðast enn frekar og leiðir hann að mörgu leyti inn í mannkynssöguna. Í nýjasta verki sínu, skáldsögunni El silencio de Galileo (Þögn Galíleós), sem kom út í júlí sl. leitar höfundur enn og aftur fanga í söguna og tekur fyrir þekkta sögupersónu: Galíleó Galílei. Smásögur López Nieves hafa birst í mörgum safnritum og tímaritum. Verk hans hafa verið þýdd á ýmis tungumál. Hann hefur í tvígang hlotið Þjóðarbók- menntaverðlaun Púertó Ríkó (Premio Nacional de Literatura), árið 2000 og 2005. López Nieves hefur kennt við Sagrado Corazón-háskólann í höfuðborg- TMM_3_2009.indd 50 8/21/09 11:45:31 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.