Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 52
52 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Faðir hennar er finnskur en móðir hennar er eist- nesk. Hjónabönd yfir landamærin voru ekki algeng þegar Sovétríkin voru enn við lýði; nú eru Finnar og Eistar náskyldar þjóðir, en saga þeirra hefur verið mjög ólík og einnig ástandið í þessum löndum á meðan Sofi ólst upp. Norrænt velferðaþjóðfélag í Finnlandi, harðræði í eistneska sovétlýðveldinu. Sömuleiðis hafa lífsviðhorf og hlutverk kynjanna þróast í ólíkar áttir hjá þessum frændþjóðum. Fyrsta skáldsaga Sofi frá árinu 2003 fjallar um unga, hálfeistneska konu í leit að sjálfri sér. Tilvist- arkreppa hennar tekur á sig mynd af sjúkdómi, það er að segja átröskun, og á rætur að rekja til krafna þjóðfélagsins, einkum þversagnarinnar sem myndast á milli ríkjandi samfélags í Finnlandi og ómeð- vitaðra skilaboða frá móðerninu. Þaðan kemur kaldhæðnislega nafnið Beljur Stalíns eða Stalinin lehmät á frummáli. Önnur skáldsaga hennar, Baby Jane, kom út 2005 og gerist í borgarheimi ungra lesbískra kvenna. Þetta er saga um vináttu og ást, átröskun og tauga- veiklun og síðast en ekki síst um valdatafl sem læðist inn í sambandið eins og þoka úr illri mýri. Eistland, ólánsöm ást, valdbeiting í sambandi, sjálfsmynd og örlög kvenna – í fyrstu bókum sínum er Sofi komin með þráðinn sem hún heldur svo áfram að flétta úr af einstakri lagni. Hún skrifaði Hreinsun eða Puhdistus fyrst sem leikrit og það var sýnt í Þjóðleikhúsinu í Helsinki í febrúar 2007. Viðtökur voru magnaðar og hún umskrifaði svo verkið í skáldsögu sem kom út 2008. Hreins- un fjallar um örlög Eistlands á eftirstríðsárunum en um það efni hefur Sofi einnig ritstýrt bók í samstarfi við eistnesku fréttakonuna Imbi Paju. Bókin heitir Óttinn var á bak við allt. Hvernig Eistland tapaði sögu sinni og hvernig hægt er að vinna hana aftur og kom hún út í fyrrahaust. Kaflar í Hreinsun eru eins og atriði í leikriti eða kvikmynd; í upphafi hvers kafla er til dæmis gefinn upp staður og tími, eins og „Vestur-Eistland 1992“ eða „Vladivostok 1991“. Frásögnin er lifandi, lesandinn á auðvelt með að ímynda sér atburðina. Í byrjun bókarinnar fylgist lesandinn með Aliide Truu, aldraðri konu sem býr ein í sveit í Eistlandi, sem er nýlega orðið aftur sjálfstætt. Fyrst virðist hún ósköp saklaus sveitakelling með öllum sínum sultum og jurtum, í húsi sínu þar sem silfurvíðirinn vex í garðinum, en smám saman fær lesandinn hugboð um að ekki sé allt með felldu. Af hverju á Aliide enga vini í þorpinu? Af hverju er krotað „tibla“ eða „helvítis Rússi“ á vegginn hennar? Af hverju er hún í tvennum nærbuxum þó sumar sé? Sultugerð Aliide raskast þegar hún finnur unga konu liggjandi meðvitund- arlaus á bæjarhlaðinu að morgni til. Hún heitir Zara, talar sérkennilega gam- aldags eistnesku með rússneskum hreim og segist að vera á flótta undan ofbeldishneigðum eiginmanni. Aliide er treg að trúa þessu en lýgur samt fyrir stúlkuna þegar tveir karlmenn koma og kynna sig sem lögreglumenn í leit að © T on i H ar kö ne n TMM_3_2009.indd 52 8/21/09 11:45:31 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.