Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 56
56 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð laus árangur. Berlínaraspirnar hafa verið settar á svið í Noregi og sjónvarps- myndaflokkur verið gerður eftir fyrri bókunum tveimur. Það er því óhætt að fullyrða að Anne B. Ragde sé komin í hóp þekktustu rithöfunda Noregs. Fjölskylda stígur fram Í seinni tíð eru það oftar en ekki glæpasögur sem slegið hafa í gegn á norræn- um bókamarkaði og því er eðlilegt að menn velti fyrir sér hver sé galdurinn við bækur Ragde. Þetta eru semsé ekki krimmar heldur raunsæissögur um venju- legt alþýðufólk, með kosti og galla, sem skyndilega þarf að takast á við nýja tilveru. Einhverjum kynni að þykja slík lýsing lítt aðlaðandi, en þetta er kjarn- inn. Anne B. Ragde segir sögu þessarar fjölskyldu með þeim tilþrifum að les- anda stendur hreint ekki á sama um örlög hennar. Í upphafi Berlínaraspanna fer höfundur ekki beinlínis mjúklega að lesand- anum; það hefur orðið skelfilegt mannslát en um leið er kynnt til sögunnar ein aðalpersónan, fyrsti bróðirinn af þremur, sem reynist vera útfararstjóri. Það er aðventa, dimmt yfir að líta, skammdegisstemning. Í hönd fara erfiðir dagar, fleiri andlát. Lesandi finnur frá byrjun að Anne B. Ragde er enginn viðvan- ingur því hún skrifar af miklu öryggi; öryggi þess sem kann að fanga lesendur, þótt söguefnið sé drungalegt. Hún er mannþekkjari og bæði aðal- og auka- persónur dregur hún sterkum og sannfærandi dráttum. Og hún skrifar aug- ljóslega af þekkingu um hin gjörólíku störf sem hún hefur valið persónum sínum, þar er hvergi falskur tónn. Sviðið opnast; gömul bóndakona í Þrændalögum liggur fyrir dauðanum af völdum heilablóðfalls. Þessi kona á eiginmann og þrjá syni, sem eru hver öðrum ólíkari og nánast sem ókunnir hver öðrum. Þetta eru útfararstjórinn, sem áður er getið, einhleypi svínabóndinn sem alla tíð hefur búið hjá móður sinni á ættaróðalinu Neshov og svo yngsti bróðirinn, sem er samkynhneigður, flutti úr landi fyrir margt löngu og gerðist gluggaútstillingamaður í Kaup- mannahöfn. Sá síðastnefndi er að ýmsu leyti trúðurinn í verkinu, persónan sem helst ber uppi húmorinn í sögunni, þótt vissulega sé lágstemmd kímni gegnumgangandi í frásögn Ragde. Á krossgötum Eftir að sú gamla deyr stendur þetta gerólíka fólk á krossgötum og þarf að tak- ast á við breyttan veruleika. Þetta er óneitanlega kunnuglegt stef úr ýmsum sögum, frá ýmsum tímum. Allt virðist vera komið í hönk því meinsemd hefur búið um sig innan þessarar fjölskyldu. Sú er sömuleiðis kunnugleg – þetta fólk hefur ekki talað saman í mörg ár. Þögnin hefur lagst á alla skapaða hluti, lífið á Neshov hefur rótfest í vanagangi og fábreytileika. Móðirin hefur ævinlega stjórnað og haldið öllu í sínum járngreipum. Síðast en ekki síst virðist eigin- maðurinn, sem er hálfgert hró, nánast utanveltu á heimilinu. Hvað veldur og hvernig varð líf þeirra allra eins og það er? Smám saman skýrist saga bræðr- TMM_3_2009.indd 56 8/21/09 11:45:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.