Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 60
60 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð þó miklu fleiri (greinarhöfundur þar með talinn) sem telja að Sedaris búi yfir snilligáfu sem njóti sín best í nákvæmlega því formi sem hann hefur gert að sínu. Ýmsir geta skrifað skáldsögu en enginn nema David Sedaris getur skrifað When You Are Engulfed In Flames. Þessi nýjasta bók sver sig í ætt við hinar fyrri þótt Sedaris einbeiti sér meira að lífi sínu í dag í stað þess að líta um öxl eins og oft áður. Hér flýgur hann milli bókakynninga, ferðast með Hugh, heldur köngulær sem gæludýr og í bókarlok gerist svo hið óhugsandi – stórreykingamaðurinn David Sedaris hættir að reykja. Fyrir lesendur Naked eru þetta miklar fréttir en þar segir frá æsku hans og óviðráðanlegri, þráhyggjukenndri hegðun. Hinn ungi Sedaris sleikti ljós- rofa, ýldi og barði höfðinu ítrekað í veggi (allt hegðun sem óhjákvæmilega kom niður á félagslífi hans) alveg þar til hann fékk í hendur fyrsta pakkann – en þá fjaraði þessi áráttuhegðun út eða færðist yfir á sígarettur. Reykleysið snerist því um annað og meira en taka upp heilbrigðari lífsstíl – það var hreinlega spurning hvort hann ætti afturkvæmt í samfélag manna þegar sígarettunni sleppti. Í viðtali í The Hartford Advocate segist Sedaris kvíða því að lesendum muni ekki hugnast að lesa um nýlegar hrakfarir hans – það sé erfitt að hafa samúð með manni sem vælir yfir því að geta ekki reykt á fjögurra stjörnu hóteli eða lendir í veseni meðan hann flýgur á 1. farrými.1 Þetta virðist þó ekki hafa komið niður á sölutölum When You are Engulfed in Flames enda er Sedaris alltaf jafn skemmtilegur hvort sem hann mælir göturnar í Raleigh eða dáist að ávaxtakörfunum á Hilton hótelinu í New York. Sögur Sedaris eru oft lyginni líkastar en svo skemmtilegar og vel skrifaðar að fáir hafa séð ástæðu til að fetta fingur út í nákvæmt sannleiksgildi þeirra. En árið 2007 fór Alex Heard, ritstjóri Outside Magazine, þó á stúfana til að sann- reyna nokkrar fullyrðingar úr sögunum. Niðurstöðurnar birtust svo í mars- hefti tímaritsins The New Republic en þar sakaði Heard Sedaris um að lýsa atburðum sem aldrei hefðu átt sér stað. Tímaritinu bárust þá fjölmörg bréf þar sem lesendur Sedaris sögðu á móti að enginn efaðist um að hann tæki sér stundum skáldaleyfi – slíkt væri fullkomlega eðlilegt og drægi engan veginn úr gildi verka hans.2 Sjálfur lét Sedaris sér fátt um finnast og benti á að það teldist varla til tíðinda að húmoristi notaði ýkjur til að vekja hlátur. Óhætt er að segja að Sedaris sé beittur í athugasemdum sínum og lýsingum á manneskjum og mannlegu eðli. Hann hefur lag á að fara frá dýpstu örvænt- ingu yfir í hrossahlátur og aftur til baka, nánast í sömu setningu. Lýsingarnar ná iðulega hæstum hæðum þegar hann fjallar um fjölskyldu sína – ekki er gott að átta sig á því hvort hann færi hressilega í stílinn eða hvort þau séu smáskrít- in – nema hvort tveggja sé. Það má kalla það kaldhæðnislegt en sú staðreynd að hann notar fjölskyldu sína sem efnivið varð honum svo aftur yrkisefni í sögu. Það var „Repeat after Me“ sem birtist í Dress Your Family In Corduroy and Denim og er jafnframt uppáhaldssaga Sedaris sjálfs. Sagan er sprottin af því að árið 2001 seldi Sedaris leikstjóranum Wayne Wang kvikmyndaréttinn á Me Talk Pretty One Day. Kvikmyndin var vel á veg komin þegar samtal við TMM_3_2009.indd 60 8/21/09 11:45:32 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.