Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 64
64 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð með De vulgari eloquentia eða Af kveðskap á þjóðtungu sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu. Decolonizing the Mind er þó langt frá því að vera einfalt ákall eða pólitískur pési þótt verkið sé rammpólitískt. Ngũgĩ hefur mál sitt á greiningu menningar- legrar kúgunar heimsveldisstefnunnar sem hann telur að marki ekki síður djúp spor en ofbeldi og þrælahald fyrri tíma. Hann bendir á að öflugasta vopn heimsveldisstefnunnar gegn viðnámi fjöldans felist í því sem hann kallar „menningarsprengju“: „Áhrif menningarsprengjunnar gjörspilla trú þjóða á nöfn sín og tungumál, umhverfi sitt, baráttuhefð sína og einingu, mátt sinn og megin og á endanum á sig sjálfar “ (3). Þetta er gert með því að láta fólkið, þjóð- ina, líta á fortíð sína sem mislukkaða eymdarsögu og fá það til að líta upp til nýlendukúgarans og samsama sig honum, einkum og sér í lagi tungumáli hans. Það gengur best með því að fá þá heimamenn sem næst kjötkötlunum standa til að laga sig að menningu og tungumáli kúgarans. Í fyrsta hluta bókarinnar, þar sem almennt er fjallað um tungumál afrískra bókmennta, bendir Ngũgĩ á að tungumálið gegni lykilhlutverki í því hvernig þjóð skilgreinir samband sitt við umhverfi sitt og sjálfa sig, reyndar umheim- inn allan (4). Eftir samráðsfund evrópsku stórveldanna í Berlín 1884, þar sem Afríku var skipt upp á milli þeirra, óháð „náttúrlegum“ landamærum milli þjóða og tungumálasvæða, hefur þessi mikla heimsálfa m.a. verið skilgreind út frá málsvæðum Evrópu: „Enskumælandi, frönskumælandi eða portúgölsku- mælandi Afríkulönd“ (5). Þetta leiddi af sér gríðarlegt vandamál þegar Afríka tók að losna undan nýlendukúguninni á síðari hluta 20. aldar því öll tjáning og meira að segja róttækasta frelsisbarátta Afríkubúa fór fram á Evrópumálum (s.st.). Þetta hefur einnig sýnt sig með öðrum hætti; menntunarstig Afríkbúa er lágt og ólæsi mikið, en það er kannski ekki skrýtið þegar börn eiga að fara að læra að lesa á erlendu tungumáli. Og eins og Ngũgĩ bendir á annars staðar í bókinni hefur mismunandi kóðun sama tungumáls eftir uppruna ýmissa trú- boða oft valdið því að til eru fleiri en einn ritháttur á viðkomandi tungumáli (67).2 Þar eð afrískir menntamenn voru menntaðir á tungumáli nýlenduveldisins á hverju svæði, og þar með innan menningarheims þess, voru þeir ekki í stakk búnir til að takast á við veruleika og vandamál síns eigin umhverfis, þeir voru ekki í beinu sambandi við það, heldur hluti af nýlenduelítu sem tók við valda- taumum nýlenduherranna. Viðbrögð rithöfunda þeirra voru, og eru að miklu leyti enn, að „skrifa sig aftur til heimsveldisins“ eins og Salman Rushdie orðaði það einhverju sinni. Ngũgĩ lýsir með snilldarlegum hætti árekstri þessa hugs- unarháttar við þá þjóðfrelsishugsun sem margir afrískir höfundar báru í brjósti og tekur sem dæmi bæði sjálfan sig og átrúnaðargoð sitt á stúdentsárun- um, Chinua Achebe. Tilefni umræðunnar er ráðstefna enskumælandi afrískra höfunda í Kampala 1962 og komst hinn ungi Ngũgĩ að vegna þess að hann hafði gefið út tvær smásögur á ensku. Þeir afrísku höfundar sem þarna hittust ætluðu sér ekkert minna verk en að skilgreina „afrískar bókmenntir“ (6). En vegna tungumálsins snerust umræður þeirra minna um tengslin við lesendur TMM_3_2009.indd 64 8/21/09 11:45:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.