Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 65
TMM 2009 · 3 65 N g ũ g ĩ wa Th i o n g h ’o og hlutverk tungumálsins í sköpuninni og meira um efnistök og landfræðileg- an uppruna höfunda (s.st.). En þversögnin lá vitanlega í loftinu, hvernig átti að fjalla um afrísk viðfangs- efni án tengingar við tungumálið, án tengingar við þann bókmenntaarf sem höfundarnir fengu úr móðurmáli sínu? Svörin voru veikburða og á þá leið að í raun væri verið að varðveita afrískan bókmenntaarf með því að rita á hinum fáguðu evrópsku tungumálum. Eða eins og Ngũgĩ orðar það, „líkt og verið væri að bjarga afrískum tungumálum frá sjálfum sér“ (7). Rök þekktra höfunda eins og Chinua Achebe og Gabriels Okara síðar meir voru lituð af þessu viðhorfi og í tilvitnun til þess fyrrnefnda bendir Ngũgĩ á sektarkenndina sem þessu fylgir og lætur síðan kné fylgja kviði með langri tilvitnun í Okara þar sem hann kveðst telja að þýða eigi afrískan bókmenntaarf nánast bókstaflega á það Evr- ópumál sem viðkomandi höfundur notar. Þannig megi henda reiður á „félags- legum normum, viðhorfum og gildismati“ afrískra þjóða (8). Ngũgĩ spyr í framhaldinu þeirrar nánast retorísku spurningar sem tvístrar þessum rökum: Hvers vegna, spyr ég, ætti afrískur höfundur, eða hvaða höfundur sem er, að verða svo upptekinn af því að nýta móðurmál sitt til að auðga aðrar tungur? Hvers vegna ætti hann að telja það vera sérstakt hlutverk sitt? Við spyrjum okkur aldrei: hvernig getum við auðgað okkar eigin tungu? (s.st.). Spurningin er meira en réttmæt, að minnsta kosti ef litið er til þeirrar hugs- unar sem að baki bjó hjá höfundunum sem vildu skilgreina og skrifa „afrískar bókmenntir“. Vitaskuld geta höfundar afsalað sér þeim ættboga sem uppruni þeirra og tungumál eru og einbeitt sér að því að rita „heimsbókmenntir“ á hvaða því máli sem þeir ráða við og vafalaust má finna dæmi um þá, en þó er það nú svo að jafnvel höfundar á borð við Nabokov og Kundera, sem flýðu heimaland sitt og skiptu um tungumál, losna aldrei alveg við uppruna sinn, enda kannski útilokað. Bókmenntasögurnar hafa líka gleymt mörgum höf- undum sem rituðu prýðilega texta á erlendu máli, t.d. latínu, kannski vegna þess að samband þeirra við hinn mállega veruleika samtíma síns var rofið.3 Ngũgĩ fer í framhaldinu nákvæmlega yfir tengsl þessara, að hans dómi, ranghugmynda um tungumál afrískra bókmennta og heimsveldisstefnunnar og beitir við það efnishyggjulegum rökum í anda Frantz Fanons sem hann vísar til þegar í upphafi; markmiðið með nýlendustefnunni var að arðræna nýlendurnar og eitt öflugasta verkfærið fólst í því að ná valdi yfir menningu alþýðunnar og framandgera hana. Annar, þriðji og fjórði hluti bókarinnar leggja út af þessum meginályktunum Ngũgĩs og fjalla um tungumál afrísks leikhúss, afrískra skáldsagna og að lokum um það sem kalla má leitina að hlutverki afrískra bókmennta. Í öðrum og þriðja hluta fer hann nánar yfir viðhorf sín í tengslum við eigin verk á gíkújú, en tengir þau einnig þeim bókmenntaarfi Evrópu sem hann notar einmitt til að augða sína eigin tungu. Verkefnið sem olli því að hann fór yfirleitt að skrifa á gíkújú var einmitt leikritið Ég giftist þegar mér sýnist og þar lýsir hann samstarfi sínu við þorps- TMM_3_2009.indd 65 8/21/09 11:45:33 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.