Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 71
É t t u s t e l pa TMM 2009 · 3 71 „Þú ert alltaf öll í gamla tímanum. Í þessu sem löngu er búið og gert – en samt ekki, því þú ert aldrei í því sem þú gerðir. Þú talar aldrei um það sem þú upplifðir út af einhverju hér – jú þú talar um fylleríið á afa, svo talarðu bara um útlendinga og heiminn í kring.“ „Hvurslags ræðuhöld eru þetta barn. Var ég ekki rétt áðan að impra á þessu með borðtuskurnar. Mér heyrðist þú ekki vera intressuð. Þannig að …“ „Borðtuskur amma – fokkings borðtuskur. Borðtuskur eru ekkert mál.“ „Það fer eftir því hvernig á það er litið góða mín.“ „Amma, þú hefur líka stundum talað um pelargóníuna sem dó. En ég tek ekki mark á því – ekkert af svoleiðis skiptir neinu máli.“ „Það mætti halda að þú héldir að ég byggi yfir og lægi á leyndarmáli.“ „Gerirðu það?“ „Belsenfangar segirðu, þetta voru rétt einar búðirnar hjá nasistunum. Það dó voðalega margt úr hungri þarna. Heimurinn sá þetta á myndum eftir að upp komst. Það held ég hún Anna Frank hafi lent þarna.“ „Og?“ „Tja – ekkert „og“. Þeir fóru voðalega með fólk. Alveg voðalega.“ „Já – svona eins og Auschwitz?“ „Já eins og Auschwitz. Lokað inni, svelt og drepið. Svelt og lokað inni og loks drepið.“ „Var þetta þægilegt?“ „Guð fyrirgefi þér talsmátann barn. Útrýmingarbúðirnar …“ „Sorrý – en ég var ekki að tala um hvort þær hefðu verið þægilegar. Það sem ég meinti var: var þægilegt fyrir þig að skipta yfir í Belsenfang- ana núna – aftur? „Þú borðar ekkert. Ég var með í vélinni. Þú bjargar þér sjálf með aðra sneið góða mín – ef þig langar.“ Svo fór amma fram að bjástra við þvottavélina – það var enginn þvott- ur í henni, ég heyrði það. Stunurnar og fyrirgangurinn í henni var allt feik. Þá vissi ég það líka fyrir víst að það var eitthvað. „Amma! Ég er að fara!“ „Ég er að koma góða mín – ég læt þig ekki fara með vitið úr bænum.“ Svo kysstumst við bless. Ég sagðist koma aftur á morgun. Amma var glöð með það – en samt … Ég sá hana aldrei aftur á lífi. Það var ekki fyrr en ég las minningar- greinarnar að ég vissi hvernig í öllu lá. Manni er aldrei sagt neitt. „Guðrún Einarsdóttir fædd Gudrun Bronstein í Berlín 8. janúar 1925 …“ TMM_3_2009.indd 71 8/21/09 11:45:33 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.