Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 77
M y n d i n a f J ó n a s i TMM 2009 · 3 77 kongelige danske kunstakademi í Charlottenborg við Kongens Nytorv. Haustið 1842 tók hann að nema þar ljósmyndagerð, daguerrotypi, fyrst- ur Íslendinga.9 Saga þessa sveitaprests er því afar merkileg eins og lesa má um í verkinu Íslenskum listamönnum eftir Matthías Þórðarson. Teikningar af Jónasi kynntar í Fjölnisfélaginu Teikning af Jónasi Hallgrímssyni eftir Helga Sigurðsson var kynnt í Fjölnis félaginu 16. nóvember 1845, daginn sem Jónas hefði orðið 38 ára. Í fundargerða bók stendur: Sunnudaginn 16. November var haldinn Fjölnisfundur, voru 5 á fundi. Forseti [Halldór Kr. Friðriksson] sýndi fundar mönnum mind af Jónasi heitnum Hall- grímssyni eptir Helga, og kom mönnum saman um að biðja Helga um að reyna að lagfæra hana, og ef honum tækist vel, þá að stein prenta hana og setja í Fjölnir [svo] í vor.10 Sennilegt er að myndin af Jónasi Hallgrímssyni, sem Halldór Kr. Frið- riksson sýndi fundarmönnum, sé svartkrítarteikningin, sem varðveitt er í Listasafni Íslands, LÍ 154, og birt er hér að framan, en þetta er eina teikning sem varðveist hefur frá hendi Helga Sigurðssonar af Jónasi sem talist getur fullgerð. Eins og ráða má af fundargerð hefur Fjölnisfélögum ekki þótt teikn- ingin nægilega góð. Af þeim sökum hefur Helgi verið beðinn „að reyna að lagfæra hana“. Orðalagið bendir til þess að menn hafi ekki verið trúað- ir á að Helgi gæti bætt myndina svo að unnt væri að steinprenta hana og setja í Fjölni, sbr. einnig ummæli Benedikts Gröndals um listfengi Helga hér á eftir. Vitað er að Helgi reyndi að lagfæra teikningu sína, því að í fundargerð næsta fundar Fjölnisfélagsins 18. janúar 1846 segir: Forseti kom með mind Jónasar heitins Hallgrímssonar, var hún falin Gísla Þór- arinssyni á hendur til að láta málara Déssington draga upp eptir henni, og lofaði hann að það skyldi verða Fjölni kostnaðarlaust ef málaranum mistækist.11 Á fundi í Fjölnisfélaginu 30. janúar 1847 er enn talað um mynd af Jónasi Hallgrímssyni: Þeir Brynjolfur Pjetursson og Konráð sögðust mundu taka mind Jónasar heitins framan við kvæði hans, ef hún yrði löguð svo að þeim þætti hún notandi, og fjellust menn því á að slá af að taka hana í Fjölni.12 Ekki var mynd Déssingtons því birt með minningargreininni eftir Konráð Gíslason í Fjölni 1847 né heldur framan við ljóðmæli Jónasar TMM_3_2009.indd 77 8/21/09 11:45:35 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.