Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 82
Tr y g g v i G í s l a s o n 82 TMM 2009 · 3 dró upp þá mynd, því að Jónasi hafa að sjálfsögðu verið veittar nábjarg- ir daginn sem hann dó. En af því að Helgi Sigurðsson hafði áður dregið upp mynd af Jónasi í teiknivélinni, hálfvangamyndina, gat hann teiknað augun eins vel og raun ber vitni. Þung augnlok voru – og eru – ættar- fylgja Hvassafellsættar, eins og fram kemur á ljósmynd af Rannveigu Hall grímsdóttur, húsfreyju á Steins stöðum, systur Jónasar, en ljósmynd- in er tekin árið 1872, þegar Rannveig er 72 ára að aldri. Hálfvangamynd- in var því gerð af Jónasi í lifanda lífi og má kallast myndin af Jónasi. Aðrar myndir eru einungis eftirlíkingar af myndinni af líki Jónasar. Tilvísanir 1 Hannes Pétursson nefnir að vísu til að á pappírsrenningi, þar sem Jónas hefur skrifað brot af þýðingu sinni á kvæði eftir danska skáldið Frederik Paludan-Müller, séu dregnar með penna rissmyndir – fimm vangamyndir – og getur sér þess til að um sé að ræða „einn og sama vanga- svip í öll skiptin“, og hann bætir við: „Ekki þarf stórmikið hugmyndaflug til að bera kennsl á þann vangasvip, séu teikningarnar bornar saman við þær sem Helgi Sigurðsson gerði af Jónasi á líkfjölunum – og allar myndir af skáldinu eru runnar frá – svo og andlitslýsingu Jónasar eftir Konráð Gíslason. Hér eru semsé komnar, það er bjargföst sannfæring mín, sjálfsmyndir eftir Jónas, fáeinir skýrir drættir í svip hans.“ Hannes Pétursson, Kvæðafylgsni. Reykjavík 1979, 133. Ekki verður séð að stórmikil líkindi séu með myndum Helga Sigurðssonar og rissmyndum Jón- asar. Þvert á móti er ennið á myndum Helga af Jónasi hátt og hvelft og nefið bogið en á flestum rissmyndunum er enni bratt og nef beint. Augnsvipurinn á rissmyndunum minnir auk þess lítið á stór augu Jónasar undir þungum augnlokum, og hár, sem rissað er á eina pennateikningu Jónasar, minnir ekki á hár sem teiknað er á myndum Helga Sigurðssonar. Þá eru rissmyndir Jónasar innbyrðis ólíkar. 2 Ljósmyndin er merkt Mms. 978. 3 Heimildarmaður minn er Kristín Gunnarsdóttir frá Helgastöðum í Eyjafirði [f. 1924]. Hefur hún eftir ömmu sinni, Rannveigu Jónsdóttur [f. 1860], að faðir hennar, Jón Pálsson [1821–1905], bóndi á Helgastöðum í Eyjafirði, hafi talið steinprentið framan við Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson (1883) minna lítið á Jónas og „hafi hann verið á móti myndinni“. Þeir Jón Pálsson og Jónas Hallgrímsson voru þremenningar, afar þeirra, Davíð Tómasson á Arn- arstöðum [1747–1799] og Jónas Tómasson í Hvassafelli [1748–1808] voru bræður. Páll Melsteð segir hins vegar í endurminningum sínum: „Mynd Jónasar Hallgrímssonar, tekna af honum dauðum af séra Helga Sigurðssyni, tek eg líka framyfir þessa mynd af Steingrími biskupi“, en umrædda biskupsmynd segir Páll að vísu hafa verið mesta ótæti að allra dómi er sáu hana. Endurminningar Páls Melsteð. Kaupmannahöfn 1912, 42. 4 Fjölnir IX 1846, 5. 5 Matthías Þórðarson. „Myndir af Jónasi Hallgrímssyni“. Óðinn, 3. blað, júní 1908, 17. 6 Athygli lesandans skal vakin á því, að ef myndinni er snúið um 90°, sést að þetta er teikning af manni sem liggur á bakinu. Á þetta einnig við um myndina LÍ 151. 7 Matthías Þórðarson, Íslenzkir listamenn. Reykjavík 1920, 48–66. 8 Matthías Þórðarson, „Myndir af Jónasi Hallgrímssyni“. Óðinn, 3. blað, júní 1908, 18. 9 Matthías Þórðarson, Íslenzkir listamenn. Reykjavík 1920, 48–66. Sjá einnig Björn Th. Björns- son, Íslenzk myndlist I. Reykjavík 1964, 29. Bjarni Jónsson, Íslenzkir Hafnarstúdentar. Akureyri 1949, 184–185. 10 Eimreiðin XXXIII ár 1927, 189. 11 Sami staður. TMM_3_2009.indd 82 8/21/09 11:45:35 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.