Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 90
H j a l t i H u g a s o n 90 TMM 2009 · 3 ef minn herra geti bjargað sóma Íslands, þótt mig áfalli smán, skal þó andlit hans jafnan lýsa þessu mani. (83) Störf saksóknarans eru snar þáttur í öðrum hluta þríleiksins, Hinu ljósa mani. Strax og hann stígur á land af Bakkaskipi gerist loft lævi blandið enda virðist erindi hans tefla stétt fram gegn stétt: Öllum var forvitni á að heyra ger um erindi hans, vitandi honum var af vorri tign fyrirlagt að grannskoða landsins hag og gera síðan tillögur við kóng um það hvernig helst mætti aflétta þeirri stóru nauð sem þrúgaði landsfólkið. Af bréfum hans, þeim er hann hafði látið upplesa á Öxarárþíngi, varð skilið að hann ætti frjálsan aðgáng að skjölum valdsmanna og mætti krefja þá svars um hvað sem þóknaðist, farandi auk þess með dómsvald í þeim málum sem kansellíið taldi vafa orpin, og gat krafist nýrrar upptekníngar mála sem honum þóttu rángdæmd og dregið valdsmenn til ábyrgðar. (228) Spjótin beinast þó ekki aðeins að dómurum og réttaröryggi heldur einn- ig fæðuöryggi þjóðarinnar og þeim sem flytja henni maðkað mjöl. Eins og jafnan þegar mikilla atburða er von eða hvörf virðast í nánd grípur óvissa um sig og ótti. Jafnvel þeir sem sýknaðir voru og upp reist- ir snerust öndverðir við. Sjálfsmynd þeirra og inngrónu hlutskipti var ógnað: Mér var barni kent að líta upp til höfðíngjanna, sagði gamall flakkari með grátstaf í kverkum. Og nú má ég á gamalsaldri horfa uppá dregna fyrir dóm fjóra þeirra góðu sýslumanna sem hafa látið hýða mig. Ef einginn hýðir okkur leingur, hvers á maður þá að líta upp til? (308) Á alþingi rennur ögurstundin loks upp þegar réttvísin talar, valdhöfum er steypt af stóli en smælingjar upp hafnir.8 Loks heyrðist hríngt með lítilli handbjöllu inní húsinu [Íslandsklukkan var nú á bak og burt – innsk. HH], réttinum var slitið. Fyrstir geingu út þrír menn í stórum kápum og hástígvélum, með fjaðrahatta, einn gyrður sverði … Næstur staulaðist Eydalín lögmaður útúr lögréttuhúsinu og sveinn hans við hlið honum til að styðja hann. Hann var í raun réttri orðinn skar: rétti höndina einsog barn þeim manni sem vildi leiða hann, í stað þess að bjóða arminn. Kápan hans dróst með jörðu að framan. Þá komu nokkrir rosknir valdsmenn útúr húsinu, berlega í æstu skapi, því þeir heyrðust formæla, sumir veldruknir og fléttuðu götuna. Loks nokkrir sýkn- aðir menn sem fallið höfðu áður í þúnga sekt, og voru óhöggnir fyrir tilviljun eina. Samt var einginn fagnaðarsvipur á þessum mönnum fremur en öðrum sem geingu útúr húsinu. (322–323) Álengdar stendur hið ljósa man, í tötrum (321). Gamla-Ísland er fallið TMM_3_2009.indd 90 8/21/09 11:45:35 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.