Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 95
A ð l e s a Í s l a n d s k l u k k u n a í k r e p p u n n i TMM 2009 · 3 95 ar stækkuðu þó hin einstöku dæmi að mati Magnúsar á þann hátt að sagan yrði „baráttusaga alls hins þjakaða mannlífs gegn kúgun og ranglæti, þjóðleg og alþjóðleg í senn …“16 Sveinn Bergsveinsson var á svipuðum nótum er hann sagði Íslandsklukkuna „… táknræna baráttusögu íslenzku þjóðarinnar, sem hefur að geyma stóra ósigra og litla sigra, mikla niðurlægingu og litla uppreisn, dregin niður í eymd og volæði af erlendu einokunarvaldi, en á þó nægan styrk í einfaldleik sínum og sakleysi til að útmást ekki sem þjóð17.“ Sögu Jóns Hreggviðssonar áleit hann „virkt (aktuelt) líf í fortíð (saga) og nútíð“.18 Sveinn taldi Jón Hreggviðsson vera þrívíða persónu í sögunni: sögulegan einstakling, manntegund, það er fulltrúa íslenskra öreiga sem er blóðsoginn af erlendu valdi með hjálp innlendrar lepp- mennsku, og loks táknmynd baráttunnar við erlent kúgunarvald.19 Samtímaspegill Sveinn Bergsveinsson leit jafnframt á Íslandsklukkuna sem stórkostlegustu ádeilu á árásar- og eyðingaröfl síðustu heimsstyrjaldar sem skrifuð hefði verið til þess tíma enda væri Jón Hreggviðsson öðrum þræði táknmynd smáþjóðar í vonlítilli baráttu við siðlaust hervald. Vísaði hann þar til Þýskalands nasismans og aðfara Þjóðverja í Danmörku. Þannig er skírskotun Íslandsklukkunnar alþjóðleg að hans mati.20 Átti hann í þessu sambandi einkum við fyrsta hluta verksins. Nokkrum árum eftir fyrrgreindan ritdóm bætti Kristinn E. Andrésson fleiri túlkunarleiðum við þá sögulegu. Benti hann meðal annars á að líta mætti á hina sagnfræðilegu hlið Íslandsklukkunnar sem líkingu og að sagan væri í dýpsta skilningi “endurkast af viðburðum, hugmyndum og vitund samtíðar- innar“.21 Taldi Kristinn verkið hafa tekið breytingum vegna samtímaatburða meðan á samningu þess stóð.22 Meðal annars hafi höfundur brugðist við því að nýfengnu sjálfstæði þjóðarinnar var teflt í voða með hersetu Bandaríkjamanna og þeim samningum sem af henni leiddu og þetta valdið því að verkið tók þá stefnu sem kemur fram í dapurlegum sögulokum þess.23 Peter Hallberg benti einnig á að samtímaatburðir hafi orkað sterkt á Laxness við ritun verksins og vísaði til handritamálsins og kröfu Bandaríkjamanna frá 1945 um áframhaldandi herstöðvar á Íslandi.24 Margir síðari tíma fræðimenn hafa lagt áherslu á samtímaskírskotun Íslandsklukkunnar. Turíð Sigurðardóttir leit á hana sem sögulega skáldsögu sem að formi og stíl viki þó mjög frá raunsæislegri frásagnarlist.25 Hún taldi að verkið hefði á síðari hluta 20. aldar verið mikilvægasta ritið um „magt, mod- stand og afmagt i Islands historie“. Hún benti á að atburðir og persónur væru sótt til 20 ára tímabils á mörkum 17. og 18. aldar en væru meðhöndluð á frjáls- legan hátt. Jafnframt væri saga Íslands á tilurðartíma verksins, lok sjálfstæð- isbaráttunnar, stofnun lýðveldisins og herseta Bandaríkjamanna dregin inn í verkið með sterkum hliðstæðum.26 Taldi hún verkið hvata að þeirri sjálfsmynd TMM_3_2009.indd 95 8/21/09 11:45:36 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.