Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 115
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“ TMM 2009 · 3 115 stofnunarinnar. Þegar fulltrúar hennar reyna í krafti valds og með hjálp tækninnar að hremma hana smýgur María þeim úr greipum. Hún hverfur inn í þann veruleika sem gerði sér enga mynd af henni, inn í spegilinn. Ef til vill í von um að þegar menn líta í spegil geti þeir greint þar eitthvað af þeirri mildi og mennsku sem María er fulltrúi fyrir. Bjarni skilur við Mikael í lok bókarinnar þar sem hann situr með penna afa síns í hendi og ritar sögu Maríu. Hann hefur iðrast og gengist við Maríu og sjálfum sér. Helgunarferlið er hafið. Bjarni notar hefðina um Maríu til að varpa ljósi á mennsku mannsins og nauðsyn virðingar fyrir lífinu og hvernig Guð játast manninum í hvers- dagleika lífsins. Veruleika sem maðurinn á svo erfitt með að meðtaka vegna ásóknar sinnar í blekkingu tvíhyggjunnar. Þennan þráð spinnur Bjarni áfram í sínu stærsta verki, Borgin bak við orðin og Næturvörður kyrrðarinnar. Skrefið er tekið frá iðrun til játningar. Borgin bak við orðin og Næturvörður kyrrðarinnar Í þessum tveimur bókum er greint frá örlögum Immanúels, sonar Sal- ómons konungs og konu hans Andrómetu. Salómon virðist vera kon- ungur í borg sem er höggvin inn í berg í litlum einangruðum dal. Af lýsingunum að dæma er ekki ljóst hvort um er að ræða sértrúarsöfnuð eða smáríki. Samfélagið í dalnum ber mörg einkenni kristins sértrúar- hóps. Konungurinn hefur orðið fyrir trúarlegri reynslu og vill í fram- haldi af því ná tökum á hinu guðlega. Þessi þrá býr í öllum mönnum og er varað við henni í fyrsta boðorðinu.20 Konungurinn álítur að í djúpi vitundar mannsins blundi frummálið sem guðdómurinn dvelur í. Það býr hulið handan orðaflaums tungumálanna eftir að þeim var ruglað í kjölfar byggingar Babelsturnsins (1M 11). Konungurinn tekur því nýfædda dóttur sína og lætur loka hana inni í helli þagnarinnar í von um að fyrsta orðið sem barnið mæli tilheyri hinu ómengaða tungumáli Guðs.21 Bróðir hennar Immanúel mótmælir þessari ómannúðlegu með- ferð og nýtur þöguls stuðnings móður sinnar og hirðfíflsins Sakaríasar. Gegn þeim rís æðsti presturinn Melkísedek og krónprinsinn Jóel. Imm- anúel er í framhaldi af upphlaupi sínu gerður útlægur og fluttur á brott sofandi til borgar sem minnir um margt á París. Hann lifir þar á götum borgarinnar og dregur fram lífið með því að segja fólki sögur af lífi fólksins í dalnum. Systirin vitjar Immanúels reglulega í draumum og leiðir hann í „anda“ aftur til dalsins þar sem hann getur fylgst með þróun mála. TMM_3_2009.indd 115 8/21/09 11:45:37 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.