Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 118
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 118 TMM 2009 · 3 úreltar. Í alkemíunni fær trúarlegi þátturinn sjálfstætt vægi. Náttúrusýn og helgunarhugmyndir alkemíunnar finna sér nú farveg í dulhyggjunni (Jakob Böhme 1575–1624), rómantísku stefnunni, þýsku hughyggjunni (Friedrich W. Schelling 1775–1854), ýmsum bræðra- og systrafélögum eins og hjá frímúrurum og í rósarkrossreglunni. Afstaða kirkjuyfirvalda til alkemíunnar var nokkuð samstiga mati vísindasamfélagsins. Kirkjan hafnar henni sem náttúruvísindum en virðir táknmál og táknheim hennar. Þar má greina þætti sem varpa ljósi á sálarlíf mannsins og áherslur sem eru settar fram af miklu innsæi og næmi um tilvistarlega stöðu mannsins. Þetta eru atriði sem Johann Wolfgang von Goethe (1749–1832) og August Strindberg (1849–1912) nýttu sér, sem og Carl G. Jung (1875–1961) í sálgreiningu sinni.27 Rit alkemista eru hlaðin táknum sem þarf mikla þekkingu til að ráða í en flókið myndmál tryggði að sérþekking héldist innan afmarkaðs hóps. Það hafði svipað hlutverk og einkaleyfi á vissum efnasamböndum í dag. Þess vegna koma snemma fram á sjónarsviðið skýringarrit við helstu rit alkemista. Í þeim var bæði fengist við skýringar á efnaferlum og helgunarferlinu sem liggur alkemíunni til grundvallar. Mörg tákn- anna hafa því einungis trúarlega skírskotun og eru hugsuð sem við- fangsefni persónulegrar íhugunar. Carl G. Jung nýtti sér þetta táknkerfi til að varpa ljósi á atriði sem sálgreiningin fæst við. Þessi nálgun er áhugaverð en umdeild.28 Í bókum sínum nýtir Bjarni táknheim alkemíunnar en hann er mörgum lesendum ókunnugur. Þetta hefur í för með sér að frásögnin verður oft framandi og illskiljanleg venjulegum lesanda. Viðfangsefni bókanna sem greining á tilvistarlegri stöðu nútímamannsins hættir því til hverfa inn í heim fantasíunnar. Borgin bak við orðin og Næturvörður kyrrðarinnar Þegar í öðrum kafla fyrri bókarinnar tengir Bjarni sögu sína við tákn- heim alkemíunnar. Þar segir frá þrá Salómons konungs eftir að búa til „hið upprunalega efni“ (prima materia) sem veita muni fólki vald til að breyta steinum í gull. Blindi sjáandinn, sem konungurinn einn þekkir og er hans helsti ráðgjafi, hefur upplýst Salómon um að prima materia sé „[þ]ögnin sem ríkti áður en heimurinn varð til“ (B 21). Hér er vísað í þekkt minni úr dulspekinni, um að maðurinn eigi að sökkva inn í þögn og djúp sjálfsins til upphafsins áður en sköpunin varð, til þess að verða eitt með Guði.29 Bjarni tengir þessa hugmynd við hlut- TMM_3_2009.indd 118 8/21/09 11:45:37 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.