Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 119
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“ TMM 2009 · 3 119 verk tungumálsins, um að það „sé landslag sálarinnar og fyrsta landið hafi týnst þegar fyrsta tungumálið glataðist. En sé barn, af eðla blóði borið, látið við fæðingu inn í hina upprunalegu þögn muni það er fram líður mæla á fyrstu tungu heimsins, tungu guðs […] ekki þurfi menn að heyra nema eitt einasta orð af þessari himnesku tungu [… þá] muni […] landið rísa úr sæ gleymskunnar. Aðeins eitt orð og heimurinn tekur á sig rétta mynd“ (B 21–22). Bjarni tengir hér hugmyndina um byggingu Babelsturnsins, sem olli því að maðurinn tapaði þeirri stöðu að „[a]llir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð“ (1M 11.1), við hugmyndina um endursköp- un alls í lok tímanna (Opb 21). Afturhvarfið felst í að hverfa inn í þögn- ina, til upprunans þar sem sköpunarorð Guðs hljómaði fyrst (1M 11–3, sbr. Jh 1.1–14).30 Sjö árum eftir að konunginum vitraðist þessi sýn fæðir drottningin dóttur sem á að sinna þessu hlutverki. Hún fæðir hana í tjörn þar sem koma fyrir frumefnin fjögur, vatn, loft, jörð og eldur, til að geta af sér fimmta frumefnið, þögnina, sem síðar verður „breytt í áþreifanlegt, glóandi gull“ (B 26). Konungurinn vill með þessu knýja fram endurlausn alls og þar með væri hún á hans valdi. Immanúel hafnar þeim endurlausnarskilningi sem fórnar mennsk- unni á altari sjálfsréttlætingar. Hann er knúinn áfram af vilja mannsins um að vera sjálfum sér endurlausnari og Guð. Immanúel (sbr. Guð er með oss) rís upp og segir: „Það skal aldrei verða meðan ég lifi að systir mín nýfædd sé lokuð inni í kaldri steinþögninni. Ég mun ávallt gæta hennar“ (B 31). Immanúel hlýðir boðinu um að gæta systur sinnar (sbr. 1M 4.9). Hann tekur þar með manninn sem einstakling og persónu fram yfir hugmyndakerfi sem geta af sér dauða og „hjartalausa borg“ (B 31). Immanúel hafnar kröfu samfélags sem réttlætir fórn einstaklingsins með skírskotun til allsherjar endurlausnar. Í helli þagnarinnar er syst- irin svipt lífi sínu eða þeim möguleika að fá að þjást og gleðjast. Imm- anúel rís upp gegn kröfu föður síns og axlar ábyrgð á því lífi sem mann- inum er trúað fyrir. Hann tekur á sig þjáningu mennskunnar. Ákvörð- unin kallar yfir Immanúel höfnun samfélagsins, útskúfun og útlegð, en vegna hennar sækir systirin hann heim í draumum. Bjarni dregur síðar fram í tveimur ræðum hvernig slík hugmynda- kerfi geta gert menn blinda á veruleikann. Tvíhyggja Melkísedeks Önnur ræðan er í Næturvörður kyrrðarinnar, öðrum kafla. Hana flytur æðstipresturinn Melkísedek en nafni hans kemur fyrir á nokkrum stöð- TMM_3_2009.indd 119 8/21/09 11:45:37 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.