Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 122
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 122 TMM 2009 · 3 systurinnar) eða kæfir niður andmæli (sbr. útlegð Immanúels). Hið almenna eyðir hinu einstaka. Þessi sýn konungsins á veruleikann svipt- ir hann að lokum valdi og viti. Þegar konungurinn lýsir sýn sinni ummyndast höfuð hans og verður sem egg sem hugmyndin í líki dúfu vill brjótast út úr (N 155). Hug- myndin fær hér sjálfstæða tilveru og yfirgefur höfund hennar. Bjarni grípur til táknmyndar úr ritningunni, dúfunnar. Hennar er þar getið m.a. á tveimur mikilvægum stöðum. Á þeim fyrri er greint frá því er Nói sendi tvisvar út dúfur úr örkinni til að leita að landi. Í fyrra skiptið fann dúfan engan hvíldarstað og kom til baka. Í seinna skiptið fann hún hann og sneri heim með grænt „ólífuviðarblað í nefinu“ (1M 8.11) sem er tákn lífs, friðar og blessunar. Hinn staðurinn þar sem dúfu er getið er við skírn Jesú. Í Matteusarguðspjalli segir að þegar hann „hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á“ (Mt 3.16–17). Skilin milli himins og jarðar eru þar með yfirunnin í Kristi. Dúfan er því innan kristninnar tákn heilags anda og nálægðar Guðs með og í mönnum. Mikilvægt er að átta sig á að dúfan stígur niður til manna. Þar með er dregið fram að Guð kemur til manna og leitar að hinum týnda til að frelsa hann. Það er ekki maðurinn sem stígur upp til Guðs heldur sækir Guð manninn heim. Í anda sínum tengist Guð dag- legu lífi mannsins og veitir honum stuðning í erli daganna. Í frásögn Bjarna hafa konungurinn, með hugmyndakerfi sínu, og Melkísedek snúið þessu við. Afleiðingin kemur fram í afneitun á mennsku manns- ins. Gegn þessum hugmyndakerfum rís Immanúel. Uppgjör Immanúels Reikningsskil eiga sér stað við mikla athöfn í dalnum þar sem dúfan stígur upp af höfði konungsins. Hún er ekki einungis holdgervingur sálar hans heldur hugmyndakerfis sem skilur konunginn nú eftir sálar- lausan.37 Hugmynd konungsins hefur gert hann að sálarlausum ein- staklingi í deyjandi búk. Dúfan hefur sig til flugs og svífur burt frá fólkinu, hún stígur ekki niður til þess heldur yfirgefur það (N 227). Söguhetjan Immanúel (sbr. merkingu nafnsins „Guð er með oss,“ Mt 1.22) bindur enda á þennan hrylling og skýtur gulleygu dúfuna niður á flugi. Hún er neydd til að hverfa aftur til jarðar því „[m]aður frelsar ekki heiminn nema með því að taka hann að sér“ (N 229). Immanúel stígur TMM_3_2009.indd 122 8/21/09 11:45:37 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.