Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 126
126 TMM 2009 · 3 J.M.G. Le Clezio Tíminn líður ekki Franski rithöfundurinn Jean-Marie Gustave Le Clézio fæddist í Nice við Mið- jarðarhafið þann 13. apríl árið 1940. Faðir hans var enskur en móðir hans var frönsk og því var hann jafnvígur á enska og franska tungu. Hann hlaut strax frægð og hin virtu Renaudot verðlaun fyrir fyrstu bók sína Le Procès-Verbal sem kom út árið 1963. Le Clézio hefur verið mjög afkastamikill á ritvellinum; hann hefur skrifað skáldsögur, smásögur, barnabækur, ritgerðir, greinar í blöð og tímarit og fengist við þýðingar á mexíkóskum goðsögum. Árið 1994 var hann valinn mesti þálifandi rithöfundur franskrar tungu. Hann fékk Nóbels- verðlaunin í bókmenntum árið 2008. Nýjasta skáldsaga hans er Ritournelle de la faim sem kom út hjá Gallimard forlaginu árið 2008. Smásöguna Tíminn líður ekki ( Le temps ne passe pas ) er að finna í smásagna- safninu Le Printemps et autres saisons sem kom út hjá Gallimard árið 1989. – Þýð. Fyrst af öllu myndi mig langa til að segja ykkur hver Zobéide var, hve falleg hún var, einstök. En ég er ekki viss hvar ég á að byrja. Ég man ekki lengur hvernig stóð á því að ég talaði við hana í fyrsta skipti né hvað hún sagði við mig. Ég man aðeins daginn sem ég sá hana á litla torginu fyrir ofan Rossettigötu. Nú hefur allt breyst, gatan þar sem ég bjó er ekki lengur eins og áður, hrörlegar blokkirnar hafa verið gerðar upp, íbúarn- ir voru hraktir burtu til að unnt væri að selja Þjóðverjum og Englend- ingum íbúðirnar. Núna eru nýjar verslanir þar sem seldir eru skrítnir hlutir eins og persneskar mottur, blúnda frá Normandí, reykelsi og ilmkerti. Stigarnir þar sem börnin léku sér og gáfu frá sér skerandi hróp, húsasundin, portin þar sem rúmfötin héngu til þerris, allt er þetta breytt, ef til vill vegna þess að Zobéide er ekki lengur þar. Hún er horfin, ekki bara úr nútíðinni heldur líka úr fortíðinni, eins og hún hafi verið máð út, eins og hún hafi hoppað fram af hamrabrún og stungið gat á hversdagslegan himininn eða hent sér niður af blokkarþaki út í brenn- andi blámann til þess eins að hverfa líkt og fuglarnir sem sjást næstum aldrei dauðir á götunni. TMM_3_2009.indd 126 8/24/09 3:51:14 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.