Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 131
T í m i n n l í ð u r e k k i TMM 2009 · 3 131 eins og dýr. Ég var skelfdur, heillaður, þetta var nánasta samband sem ég hafði komist í við nokkra manneskju. Hún gerði þetta þrisvar eða fjór- um sinnum og síðan sneri hún andlitinu frá mér. Hún rak upp hlátur- roku og sagði í stríðnistóni: „Ég er djöfullinn!“ Ég skildi hana ekki. Ég var ölvaður, mér fannst sem ég hefði bragðið af munnvatni hennar í munninum, síðdegisbirtan skar í augun. Milli trjábolanna sá ég hvíta borgina og gufuna sem steig smá saman upp frá sjónum, glampann frá þúsundum bíla á götunum. Zobéide hljóp gegnum kjarrskóginn. Hún lék sér að því að fela sig bak við tré og kletta. Það voru önnur pör í skógarrjóðrunum og einhverjir á gæjum. Efst á hæðinni óku bílarnir hægt. Zobéide fór enn hærra, hún faldi sig í skorum upp við gamla vegg- ina. Ég heyrði hláturinn í henni þegar ég nálgaðist. Ég þráði hana og ég var hræddur um að hún gerði sér grein fyrir því. Þegar myrkrið skall á fórum við aftur niður til borgarinnar, niður stigana þakta kýprusfræj- um. Fuglar kvöldsins ráku upp skrítin öskur full af angist. Þegar við vorum komin niður skildu leiðir snögglega, án þess að segja orð, án þess að sammælast um nýtt stefnumót, eins og við myndum aldrei hittast framar. Þetta var leikurinn hennar. Hún vildi ekkert sem héldi aftur að henni. Ég var hræddur um að missa hana. Það var um þetta leyti sem hún gaf mér ljósmyndina. Hún setti hana í gamalt, gult umslag og rétti mér: „Hérna, þetta er handa þér. Ég vil að þú geymir hana fyrir mig.“ Ég sagði heimskulega, hátíðlega: „Ég mun geyma hana alla ævi.“ En hún fór ekki að hlæja. Augu hennar glönsuðu undarlega eins og hún væri með sótthita. Ég skil það núna þegar ég skoða ljósmyndina. Hún var að gefa sjálfa sig. Eins og hún hefði aldrei átt annað líf, annað andlit. Þetta er eina minningin sem ég á um hana. Síðustu augnablikin eru greypt í huga mér þrátt fyrir fáránleikann, rugl- inginn sem veldur því að stundum held ég að mig hafi verið að dreyma, þegar ég var með Zobéide uppi á þaki yfirgefinnar blokkar að næturlagi og við horfðum á stjörnurnar yfir borginni. Hvernig var þetta mögu- legt? Ég hef aldrei getað fundið blokkina aftur, aldrei skilið hvað henti mig þessa nótt, hvernig allt gerðist. Ég býst við að Zobéide hafi séð fyrir öllu án þess að hugsa beinlínis út í það, á sinn hátt, ég á við að hún vissi örugglega að við ættum ekki eftir að hittast aftur. Hún hafði örugglega ákveðið löngu fyrir þessa nótt að hún myndi fara burt, að hún myndi yfirgefa allt sem hún þekkti, að þögul móðir hennar myndi fara að vinna þar sem einhver vildi hana, að hún myndi aldrei aftur snúa heim í litlu risíbúðina í Happy days. Samt sem áður er það minningin um þessa nótt sem mér finnst ekki jafnast á við nokkra aðra, nátengd heimi ljósmynd- arinnar úr skólanum, ég held að þessa nótt hafi ég staðið henni næst. Á TMM_3_2009.indd 131 8/21/09 11:45:38 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.