Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 2

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 2
2 TMM 2009 · 4 Frá ritstjóra „Þessi lággróður er allt að kæfa,“ segir Matthías Johannessen ritstjóri og skáld í dagbók sinni þann 3. nóvember árið 1999. Og heldur áfram: „Og hann nærist á þessari svokölluðu markaðshyggju. Við boðuðum hana ekki á sínum tíma í því skyni að hún væri forsenda þess að illgresið eða arfinn, eða lággróðurinn tæki öll völd á Íslandi. […] Peningarnir ráða öllu og við erum ofurseld peningahyggjunni …“ Margt fleira athyglisvert er að finna í þeim dagbókarbrotum Matth- íasar sem hér koma í fyrsta sinn fyrir almennings sjónir – þar á meðal bollaleggingar um eftirmann Matthíasar sem kunna að bregða nýju ljósi á atburði kringum Morgunblaðið tæpum tíu árum síðar, og öllum eru í fersku minni. Dagbækurnar sem eru geysimiklar að vöxtum eru einstæð heimild um okkar daga. Matthías hefur lengi verið í sporum rithöfunda og höfðingja Sturlungaaldarinnar – þátttakandi og greinandi í senn – í miðju atburða en um leið álengdar við þá - og ekki er að efa að vandað úrval úr dagbókum hans á eftir að líta dagsins ljós á prenti fyrr eða síðar. Að vanda er Tímaritið stútfullt af efni: þeir Guðni Elísson bókmennta- fræðingur og Jón Ólafsson heimspekingur greina hvor með sínum glöggskyggna hætti ríkjandi hugmyndafræði og hugarfar í íslensku samfélagi rétt fyrir hrun; Sigurjón Árni Eyjólfsson guðfræðingur heldur áfram að opna okkur hugmyndaheim bóka Bjarna Bjarnasonar rithöf- undar en fyrri grein Sigurjóns um þetta efni sem birtist í síðasta hefti vakti mikla athygli; Úlfhildur Dagsdóttir skrifar persónulega og bráð- skemmtilega grein um drenginn áttræða Tinna, höfund hans og bak- grunn en Þorsteinn Antonsson rithöfundur og fræðimaður tekur hér að birta afrakstur af grúski sínu í því efni sem Elías Mar rithöfundur lét eftir sig: að þessu sinni merkileg bréf sem fóru á milli þeirra Elíasar og Ragnars í Smára og sýna nýja hlið á samskiptum höfundar og þessa fræga útgefanda. Að ógleymdri frábærri póesíunni og tveimur mögnuðum smásögum – djúpseilnum dómum og þarfri ádrepu Péturs Gunnarssonar. Að lokum ein leiðrétting. Þau leiðu mistök urðu í ljóði Sverris Nor- lands í síðasta hefti, Aukinn ljóðalestur í Reykjavík, að nafn skáldkon- unnar góðkunnu Þóru Jónsdóttur misritaðist á blaðsíðu 85, þegar ort er um bók hennar Landið í brjóstinu. Beðist er velvirðingar á þessu og les- endur mega gjarnan leiðrétta þetta í heftum sínum. Guðmundur Andri Thorsson TMM_4_2009.indd 2 11/5/09 10:03:41 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.