Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 15
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f TMM 2009 · 4 15 þjóðhöfðingja sem þeir telja jafningja sína (35–36) birti heilbrigt van- traust á stéttaskiptingu og jafnvel jákvæða mannhyggju sem geti stapp- að stáli í þjóðina á erfiðum tímum. Slíkum hetjusögum verður þó að taka af varkárni og þær má ekki nota sem dulu sem breiða á yfir raun- verulega misskiptingu auðs og valda á Íslandi fyrir daga útrásarinnar. Síðast en ekki síst má nota innrætingarsögur til góðs sem ills. Varpa má fram þeirri spurningu hvort jafnaðarmýtan í sínu neikvæðasta ljósi tengist smáþjóðarkomplex Íslendinga og hvort okkur geti hugsanlega stafað ógn af henni ef við sýnum ekki árvekni? III. Efstir í fæðukeðjunni Íslensku útrásina þarf ekki að skoða sem fráhvarf frá borgaralegum jafnaðaranda. Hana má allt eins sjá sem myrka birtingarmynd hug- myndarinnar, t.d. í þeirri hugmynd að við stöndum stórþjóðunum fyllilega jafnfætis í flestum efnum.10 Í þeim stéttleysishugmyndum sem Guðmundur Magnússon gerir að umræðuefni í upphafsköflum bókar sinnar virðist falið oflæti þjóðar sem skortir ekki drottnunarvilja svo vitnað sé aftur til ummæla Sigurðar Nordals. „Stórveldi framtíðarinnar eru stórveldi hugans.“ Svo hljóðaði yfirlýs- ingin í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands. Ýmsir hafa spurt hvort stórlæti og drottnunarvilji Íslendinga sé ekki önnur hlið smáþjóðarkomplexins umtalaða. Högni Óskarsson geðlæknir leitast við að svara þessari spurn- ingu í greininni „Freud í hvunndeginum: Bæling, maður og samfélag“, en þar spyr Högni hvort „myrku miðaldirnar“ í sögu þjóðarinnar „veki upp óbærilega vanmáttarkennd og skömm sem þurfti að fela í óaðgengi- legum afkimum þjóðarsálarinnar?“ Þessi bæling komi svo fram í „upp- hafinni sjálfsánægju og […] nöturlegri minnimáttarkennd“.11 Grein Högna var skrifuð á miðju góðæristímabilinu, 2003. Eftir hrun bank- anna hefur svipuð tilgáta leitað á marga. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir samfylkingarkona bloggaði t.d. um færeyska neyðarlánið sem Íslend- ingum var boðið í október 2008: „Hroki Íslendinga erlendis var eins og oftast er með hrokann – hann var byggður á óttanum um að upp kæm- ist um smæð okkar og minnimáttarkennd.“ Sams konar skoðun er sett fram tæpu ári síðar í hugleiðingu pistlahöfundarins Svarthöfða um kreppuna í DV: „Íslendingar eru uppfullir af þjóðrembu og hroka án þess að eiga mikið inni fyrir slíkum löstum, enda þarf fólk ekki að vera langskólagengið í sálarfræðum til þess að átta sig á að rót þessa liggur í bullandi minnimáttarkennd.“12 Á útrásarárunum var sem Íslendingar segðu loks skilið við „dimmu- TMM_4_2009.indd 15 11/4/09 5:44:31 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.