Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 17
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f TMM 2009 · 4 17 um, menn verði aðeins að trúa því að þeir geti það. Til þess þarf Kaup- hugsun, eða Kaupthinking, en hún liggur handan venjubundins hugs- anagangs („Kaupthinking is Beyond Normal Thinking“).15 Sama ár er forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, boðið að flytja fyrirlestur í Walbrook-klúbbnum í Lundúnum, af „vini“ sínum „Pol- umbo lávarði“.16 Þar skýrir Ólafur ástæðurnar að baki gríðarlegri vel- gengni „vina sinna“ útrásarvíkinganna, með hjálp íslenskra fornbók- mennta, auk þess sem hann vísar í Hollywood-myndir.17 Greining Ólafs er í þrettán liðum, en ein skýring velgengninnar er m.a. sú að arfleifð landafunda og landkönnunar standi Íslendingum nærri eftir lestur mið- aldasagna („the medieval Viking sagas that have been told and retold to every Icelandic child“). Þessi frásagnarhefð hefur til virðingar þá ein- staklinga sem halda á ókunnar slóðir og samkvæmt Ólafi Ragnari eru íslenskir viðskiptajöfrar arftakar hinnar glæstu víkingaarfleifðar.18 Umræðan um yfirburðafólkið varð að lokum ekki feimnismál sem takmarkaðist við innanhússauglýsingar eða mærðarhjal í erlendum snobbklúbbum. Einum og hálfum mánuði fyrir efnahagshrunið auglýsti fyrirtækið Bifreiðar og landbúnaðarvélar Range Rover-jeppa í Frétta­ blaðinu sem voru greinilega ætlaðir íslensku afburðafólki: „Hinir útvöldu aka um á Range Rover“ fullyrti auglýsandinn kinnroðalaust. Range Rover-auglýsingar B&L í ágúst 2008 sýndu á umbúðalausan hátt þá afstöðu til auðs og valda sem litað hafði alla umræðu í íslensku þjóð- félagi um árabil. Nú þurfti ekkert lengur að fela og ekkert var gefið í skyn. Óþarfi var að dylja lengur sannindin sem lágu undir gljáfægðu yfirborðinu. Í ágúst 2008 var Range Rover „stóri bíllinn“, hann var „lávarður götunnar“. Nú var sjálfsagt að bregða sér í líki rándýrs til þess að falbjóða vöru. Hinir útvöldu gátu séð sig sem úlf í jarmandi hjörð eða sem fálka á sveimi hátt yfir andapolli, líkt og nýrómantísku skáldin gerðu réttri öld áður.19 Range Rover: „Efstur í fæðukeðjunni“ segir í auglýsingunni. Nú var talað til íslenskrar auðstéttar vafningalaust og loksins birtist í sinni tærustu mynd sá félagslegi darwinismi sem nært hafði íslenskt hagkerfi í nær áratug. Í ágúst 2008 varð rándýrið hið við- TMM_4_2009.indd 17 11/4/09 5:44:31 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.