Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 17
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f
TMM 2009 · 4 17
um, menn verði aðeins að trúa því að þeir geti það. Til þess þarf Kaup-
hugsun, eða Kaupthinking, en hún liggur handan venjubundins hugs-
anagangs („Kaupthinking is Beyond Normal Thinking“).15
Sama ár er forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, boðið að flytja
fyrirlestur í Walbrook-klúbbnum í Lundúnum, af „vini“ sínum „Pol-
umbo lávarði“.16 Þar skýrir Ólafur ástæðurnar að baki gríðarlegri vel-
gengni „vina sinna“ útrásarvíkinganna, með hjálp íslenskra fornbók-
mennta, auk þess sem hann vísar í Hollywood-myndir.17 Greining Ólafs
er í þrettán liðum, en ein skýring velgengninnar er m.a. sú að arfleifð
landafunda og landkönnunar standi Íslendingum nærri eftir lestur mið-
aldasagna („the medieval Viking sagas that have been told and retold to
every Icelandic child“). Þessi frásagnarhefð hefur til virðingar þá ein-
staklinga sem halda á ókunnar slóðir og samkvæmt Ólafi Ragnari eru
íslenskir viðskiptajöfrar arftakar hinnar glæstu víkingaarfleifðar.18
Umræðan um yfirburðafólkið varð að lokum ekki feimnismál sem
takmarkaðist við innanhússauglýsingar eða mærðarhjal í erlendum
snobbklúbbum. Einum og hálfum mánuði fyrir efnahagshrunið auglýsti
fyrirtækið Bifreiðar og landbúnaðarvélar Range Rover-jeppa í Frétta
blaðinu sem voru greinilega ætlaðir íslensku afburðafólki: „Hinir
útvöldu aka um á Range Rover“ fullyrti auglýsandinn kinnroðalaust.
Range Rover-auglýsingar B&L í ágúst 2008 sýndu á umbúðalausan hátt
þá afstöðu til auðs og valda sem litað hafði alla umræðu í íslensku þjóð-
félagi um árabil. Nú þurfti ekkert lengur að fela og ekkert var gefið í
skyn. Óþarfi var að dylja lengur sannindin sem lágu undir gljáfægðu
yfirborðinu. Í ágúst 2008 var Range Rover „stóri bíllinn“, hann var
„lávarður götunnar“. Nú var sjálfsagt að bregða sér í líki rándýrs til þess
að falbjóða vöru. Hinir útvöldu gátu séð sig sem úlf í jarmandi hjörð eða
sem fálka á sveimi hátt yfir andapolli, líkt og nýrómantísku skáldin
gerðu réttri öld áður.19 Range Rover: „Efstur í fæðukeðjunni“ segir í
auglýsingunni. Nú var talað til íslenskrar auðstéttar vafningalaust og
loksins birtist í sinni tærustu mynd sá félagslegi darwinismi sem nært
hafði íslenskt hagkerfi í nær áratug. Í ágúst 2008 varð rándýrið hið við-
TMM_4_2009.indd 17 11/4/09 5:44:31 PM