Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 21
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f TMM 2009 · 4 21 um Gunnars Gunnarssonar (t.d. Fóstbræðrum (1918) og Jörð (1933)).30 Einnig má minna á rit Sigurðar Nordals, Íslenska menningu, en það „hafði mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga um miðja 20. öld“ eins og segir í myndatexta í bók Guðmundar Magnússonar (38).31 En gengur sú túlkun að öllu leyti upp? Helga Kress er líklega sá fræðimaður sem harðast hefur gagnrýnt túlkunarhefðir íslenskra fornbókmennta. Í fjölda greina hefur hún fært fyrir því sannfærandi rök að íróníska undiröldu megi finna í miðalda- textum, þar sem gróteskar lýsingar og myndmál grafa undan útblásnum karlmennskuhugmyndum og gera þær háðulegar.32 Á fáum stöðum birtist þessi aðferð Helgu skýrar en í grein hennar „Haf og skegg: Flæði í Laxdælu“.33 Undir lok þeirrar greinar lýsir Helga mikilmennskudraum- um Þorkels Eyjólfssonar, fjórða eiginmanns Guðrúnar Ósvífursdóttur, sem þykir ekki mikill vígamaður og reynir því að gefa karlmennsku sinni aukið vægi með því að fara út í framkvæmdir. Strax eftir að hann hefur kvænst Guðrúnu tekur hann til við „að rífa niður byggingar henn- ar til að byggja aðrar stærri“ (91) og loks vantar aðeins almennilega kirkju á Helgafelli. Áður en Þorkell heldur til Noregs að sækja kirkjuvið- inn biður hann Guðrúnu að ráða fyrir sig draum: „Það dreymdi mig,“ segir hann, „að eg þóttist eiga skegg svo mikið, að tæki um allan Breiðafjörð.“ Þorkell bað hana ráða drauminn. Guðrún spurði: „Hvað ætlar þú þennan draum þýða?“ „Auðsætt þykir mér það, að þar mun standa ríki mitt um allan Breiðafjörð.“ „Vera má, að svo sé,“ segir Guðrún, „en heldur myndi eg ætla, að þar myndir þú drepa skeggi í Breiðafjörð niður.“34 Helga greinir skeggið sem einstaklega gróteska „mynd ofvaxinna karl- mennskudrauma“ (92). Þegar Þorkell kemur til Noregs fer hann til fundar við Ólaf konung helga, sem er að reisa mikla kirkjubyggingu í Þrándheimi. Þorkell ákveður að sín kirkja skuli verða stærri og þverskallast við varnaðar- orðum konungs. Málalok verða þau að Þorkell drukknar í stormi á Breiðafirði og rekur kirkjuviðinn um fjörðinn allan og týnist að mestu. Eins og Helga bendir á skilur sagan „við hann sem drjúpandi draug í hópi annarra karldrauga úti fyrir kirkju Guðrúnar og „sjór rann úr klæðum þeirra““ (93). Þorkel er víðar að finna í íslenskum samtíma en Njál á Bergþórshvoli og Egil Skallagrímsson. Kirkjusmiðurinn er ekkert frábrugðinn þeim afkomendum sínum sem tæpum 1000 árum síðar reistu tugi krana í Reykjavík og tóku til við að hlaða upp steypu. Sömu mikilmennsku- órarnir urðu þeim líka að falli.35 Og rétt eins og tíminn leiðir í ljós TMM_4_2009.indd 21 11/4/09 5:44:35 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.