Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 26
26 TMM 2009 · 4
Matthías Johannessen
Úr dagbókum Matthíasar
1999–2000
Eftir að Matthías Johannessen hóf að birta dagbækur sínar á matthias.is hafa þær
vakið ómælda athygli, enda ritaðar af hispursleysi og fjöri. Þar birtist hið andríka
skáld með hugann fullan af laustengdum hugmyndum, ritstjórinn og valdamað-
urinn sem reynir að vera í talsambandi við sem ólíkust öfl í þjóðlífinu, og mað-
urinn, mótsagnafullur, viðkvæmur, sífrjór og vakandi – fjölskyldumaðurinn,
náttúruunnandinn, ferðalangurinn … Matthías sýndi TMM þann sóma að leyfa
ritstjóra að velja nokkrar stiklur úr dagbókum áranna kringum síðustu aldamót.
Ekki er að efa að seinna meir eiga þessar dagbækur eftir að koma fyrir sjónir
manna á prenti og verða ómetanlegar heimildir um okkar tíma.
Ritstj.
I
„Ég sé í hendi mér að Dario Fo er eins og hver annar gamliford sem farsahöfundur
miðað við það fjarstæðuleikrit sem fer fram allt í kringum okkur …“
13. september 1999, mánudagur
Við Ingó og Kristján H. vorum í gærkvöldi að horfa á heimildaþátt um
Madonnu í sjónvarpinu. Þetta var á söngvastöðinni brezku. Reynt var að
gera mikið úr því að hún hefði á síðustu árum kynnt sér kabala, jóga og
bókmenntir. Þetta hefði dýpkað hana og þroskað. Mér er það að vísu til
efs. Undir lokin var hún einnig kölluð rithöfundur. Allir þurfa þessir
skemmtikraftar að skreyta sig með margvíslegum fjöðrum og aðdáend-
urnir taka að sjálfsögðu þátt í sápunni. Þannig verða söngvarar, jafnvel
sönglarar, að vera helztu tónskáldin nú um stundir, jafnvel helztu ljóð-
skáldin, þótt allt sé þetta meiri og minni leirburður. Við þekkjum þetta
héðan að heiman …
Ég hef að mörgu leyti gaman af Madonnu og Michael Jackson, en ein-
TMM_4_2009.indd 26 11/5/09 10:12:58 AM