Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 31
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0
TMM 2009 · 4 31
þegar náð rótfestu á Tahiti og spillt 70% af regnskóginum þar. Og nú er
hún að þröngva öðrum jurtum burt á Hawaii.
Það ógnvænlega er hraðinn sem hún breiðist út með. Hver þessara
fræbelgja inniheldur 100 fræ.
Alvarlegasta ógnunin af miconiu eru áhrif hennar á vatnsbirgðir eyj-
arinnar. Regnskógurinn safnar í sig vatni og leiðir það niður í grunn-
vatnsforða. Miconian truflar þetta ferli. Grunnar rætur hennar binda
jarðveginn illa. Þegar síðan rignir, rennur vatnið eftir yfirborðinu, skol-
ar burt jarðveginum og nær ekki að síga niður í grunnvatnið.
Eyjarskeggjar verða að leita uppi eins margar miconiur og þeir geta og
eyða þeim. Og vegna þess að svæðið er mjög ógreiðfært, verður að leita
þær uppi úr lofti.“
Í samtali við vísindamann sem vinnur að því að leita miconiuna uppi
segir, að þeir noti loftmyndir til að finna miconiur í regnskóginum.
Tækin þekki miconiuna úr öðrum jurtum. „Við viljum finna sérhvert
laufblað sem er að gægjast upp í gegnum laufþakið.“
Hann er spurður hvort þeir geti ráðið niðurlögum miconianna, hann
svarar: „Við eigum möguleika á því. En það verður ekki auðvelt!“
Athyglisvert.
Þessi jurt er 2–3 metrar á hæð. Hún er með stórum, fallegum grænum
blöðum. Það er auðvelt að falla fyrir henni, en hún drepur allan gróður
í kringum sig. Laufið sölnar og jurtirnar hætta að anda. Engin súrefnis-
framleiðsla. Allt undir lær og maga. Lungu jarðarinnar gætu svo að
lokum hætt að starfa, ef ekki væri gripið í taumana.
Mér finnst þetta geta dugað sem dæmisaga um lággróður menningar-
innar. Hann er með stórum, grænum blöðum; hann hefur skírskotun,
eins og sagt er. Hann villir mönnum sýn. En hann drepur allt í kringum
sig. Og að lokum hætta lungu menningarinnar að starfa. Ekkert súrefni,
aðeins lyktandi peningar, eins og gyðingar sögðu í Rómaborg hinni
fornu.
En eigum við eftir að ráða við miconiur þessa menningarlega lággróð-
urs sem brosir við okkur í markaðslandslaginu? Eða mun hún drepa
okkur? Munum við farast úr andlegum súrefnisskorti? Ég veit það ekki
„en við eigum möguleika“ eins og vísindamaðurinn sagði. „Og það verð-
ur ekki auðvelt.“
Kannanir í Bretlandi hafa sýnt að mergðin hefur ekki lengra minni en
gullfiskur. Og menn skyldu taka öllum tölulegum upplýsingum með
fyrirvara – og þá ekki sízt, ef að líkum lætur, skoðanakönnunum sem
TMM_4_2009.indd 31 11/5/09 10:12:58 AM