Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 33
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0 TMM 2009 · 4 33 Sjónvarpskynni eru eins og hver önnur skyndikynni og þá er þetta val eins og önnur slík kynni, þau gætu valdið vonbrigðum. Þetta er að vísu saklaust – og þó ekki. Fjölmiðlar eru fljótir að breyta saklausum leikjum í klámhögg. Það sést á fullyrðingum eins og þessari: Fólkið sem þjóðin vill sofa hjá! Vill þjóðin sofa hjá fólki? Er þjóðin eins og hver annar einstaklingur sem girnist, án ásta? Er verið að reyna að breyta umhverfi okkar í súludansandi vændishús? Eða hver er tilgangurinn? Að selja fólk, auðvitað. Að daðra við lágmenninguna, auðvitað. Allar hugsjónir hafa fokið út í veður og vind. Þær dóu með kalda stríðinu. Það var oft hart, djöfullegt, ófyrirleitið. En það átti sér þó heilög markmið og menn lifðu á forsendum ástríðufullrar hugsjónar. Þær voru kannski ekki réttar, en þær skiptu máli. Og þær voru ekki falar fyrir peninga, ekki endilega. En þær gátu kostað menn æruna, jafnvel lífið, ef því var að skipta. Þær breyttu mörgu fólki í sterka einstaklinga. Þær kölluðu fram dýrið í einum, mennskuna í öðrum. Það var aldrei neitt sem var bæði heitt og kalt, eins og segir í Opinberunarbók Jóhannesar, heldur annaðhvort heitt eða kalt. Það var guðspjall dagsins. Um það orti Jónas á sínum tíma, þegar hann vildi að einstaklingurinn væri hraustur, eins og hann kemst að orði og hafnaði dekrinu við hálfvelgjuna. Hann vissi að af henni sprytti lággróðurinn, yxi eins og rótlítið illgresi og kæfði allt sem skipti máli. Nú virðist helzt ekkert skipta máli. Kristnihátíð á næstu grösum og mér skilst þá eigi að efna til popphátíðar með vínsölu á Þingvöllum. Það er virðingin fyrir staðnum, virðingin fyrir arfleifðinni; virðingin fyrir umhverfi okkar. Þar sem Tómas stóð og flutti þjóðhátíð- arljóð sitt 1974, á hin alþjóðlega hávaðamenning að vísa veginn – til Krists! Askurinn er allra trjáa mestur og bestur, segir í Snorra-Eddu. Níð- höggur nagar neðan rótina, segir enn. Þar undir liggur Mímisbrunnur. Af honum fékk alfaðir ekki að drekka fyrr en hann lagði auga sitt að veði. Skyldi vera komið að þessum orðum í Völuspá: Skelfur Yggdrasils askur standandi, ymur hið aldna tré … Og hvað gerist þá? Aðdragandi ragnaraka því að jötunn losnar. TMM_4_2009.indd 33 11/5/09 10:12:58 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.