Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 34
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n
34 TMM 2009 · 4
II
„Silja … sagði að Vilborg Dagbjartsdóttir fengi stundum hugmyndir að ljóðum án
þess vinna þau, en „læsi þau síðan í ljóðabókum Matthíasar …“
Ódagsett
Eftir að við komum heim hef ég haft í mörgu að snúast. Fyrst þurfti ég
að lesa upp í Þjóðmenningarhúsinu við opnun ljóðlistarsýningar Lista-
hátíðar. Ég las ásamt skáldunum Þorsteini frá Hamri og Vilborgu Dag-
bjartsdóttur. Það gekk vel. …
… Bókaáhugi á Íslandi snýst einnig einkum um hnýsni, síður um bók-
menntir sem slíkar. Það sem er ekki hnýsilegt selst ekki. Lesandinn er
oftast hnýsill, ekki fagurkeri. Svo líður tíminn og fólkið sem lifir í
hnýsni um annarra hagi hverfur af sjónarhólinum, flestir gleymast, en
þá snýst þetta við; það eitt lifir af uppgjör tímans sem vel er gert, ekki
endilega það sem er hnýsilegt, heldur listavel gert. …
Í tengslum við þessar hugleiðingar mætti nefna það sem ég las eftir
Matthías Viðar Sæmundsson og fékk í hendur þegar ég kom heim,
Gagnrýni, verðlaun og markaður, en þar segir hann m.a.: „Bókmennta-
verðlaun eru hluti af margumræddri BókmenntaVél og hljóta að metast
samkvæmt því. Þau eru ysta lag annars leiks sem er öllu mikilvægari,
leiks stöðugrar sköpunar sem ber í sér eigin umbun eða refsingu. Verð-
launaveitingar eru hvorki merkilegri né ómerkilegri en önnur gagnrýni,
ein mælistika af mörgum á verðmæti, en séu þær teknar of hátíðlega þá
er illt í efni. Leikur bókmenntanna verður að ValdaLeik, baráttu um
stöðu innan trénaðs menningarheims. Skáldskapurinn verður við slíkar
aðstæður að áhrifalausri orðræðu sem á sér það eitt markmið að við-
halda sjálfri sér, sinni marklausu frægð sem tíminn étur upp jafnóðum
og salirnir tæmast, þegar allar mannlegar vélar þagna og DauðaVélin
tekur við.“ …
En ég hef fulla samúð með þessari afstöðu, hvað sem öðru líður. Mér
finnst aftur á móti alveg fáránlegur leiðari Jónasar Kristjánssonar um
Halldór Laxness og Björk þegar hún fékk Gullpálmann í Cannes. Hann
skrifar fjálglega um „þjóðargersemar“ og finnur engar á þessari öld
nema Halldór og Björk! Hann notar tækifærið og ræðst á þá sem búa við
gervifrægð í tímaritum með myndum „af borubröttu skammtímafólki“,
sem er frægt fyrir það eitt að vera frægt en hefur aldrei gert neitt, sem
máli skiptir. „Það fer með rulluna sína og síðan er því skipt út fyrir
TMM_4_2009.indd 34 11/5/09 10:12:58 AM