Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 37
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0
TMM 2009 · 4 37
18. júní 2000, sunnudagur
CNN sagði fjálglega frá víkingaskipi sem hélt frá Reykjavík í gær til
Vesturheims. Ekki orð um Suðurlandsskjálftann fyrr en síðar, ekki held-
ur í Sky. Og Morgunblaðið kemur ekki út fyrr en á þriðjudag! Ekki hefði
það getað gerzt í gamla daga. Netið getur ekki komið í staðinn fyrir
Morgunblaðið, það er augljóst. Það sem þar þótti helzt fréttnæmt í gær,
þ.e. upplýsingar Ragnars Stefánssonar, var tekið upp úr útvarpinu!! Það
hefur ekki verið háttur blaðsins – og dugar ekki til frambúðar – og ekk-
ert aukablað, ekki heldur þegar Hekla gaus síðast. Hversu lengi skyldi
fólk láta sér þetta lynda? Tæknin er orðin svo fullkomin á Morgun-
blaðinu að við getum ekki gefið út aukablað! Það sem maðurinn gat áður
fyrr, getur tæknin helzt ekki í dag.
Höfðum fund með fréttastjórunum í dag. Undirbúningur undir sér-
stakt Suðurlandsskjálftablað á þriðjudag, vonandi verður það í lagi. …
Nóttin
Höfum lokið við sérstakt blað um Suðurlandsskjálftann sem kemur út á
morgun. Það er afleitt að þurfa að bíða svo lengi eftir að Morgunblaðið
segi frá jafn ógnlegum tíðindum. Lentum einnig í því síðast þegar Hekla
gaus, að það þurfti endilega að bera upp á laugardag eftir að blaðið hafði
verið nýprentað. Þetta dugar ekki til lengdar. Í gamla daga gátu blaða-
mennirnir gert það sem tækninni er ekki fært nú um stundir. Það þýðir
ekkert að segja að við þurftum að hafa aukablað á mánudegi, kerfið þolir
það ekki. Fyrir bragðið þurfum við að geyma slíka atburði og koma svo
að þeim eins og fólk sem er í berjamó; allir eru búnir að gramsa í lynginu
þegar við komum út; eða eigum við að taka aðra líkingu: það er eins og
að koma í hyl eftir að Tóti tönn er búinn að gramsa þar með maðki og
ryðguðum önglum.
Samt er ég að vona að blaðið á morgun verði eins og óhreyft bláberja-
lyng.
21. júní 2000, miðvikudagur
Vann í alla nótt með strákunum og okkur tókst að koma út sterkri og
ferskri forsíðu. Nú var skjálftinn á réttum tíma fyrir okkur; loksins.
Skjálftablaðið á þriðjudag hefur fallið í góðan jarðveg. Morgunblaðið
heldur þannig reisn sinni í þessum stóru átökum – það væri þá annað
hvort! Aldurinn hefur ekki dregið úr mér, ég get unnið eins og ungur
blaðamaður, ef því er að skipta. Það er að sjálfsögðu fagnaðarefni fyrir
mig, en starfslokin eru ekki langt undan. Ég kvíði þeim og veit ekki hvað
verður.
TMM_4_2009.indd 37 11/5/09 10:12:59 AM