Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 38
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 38 TMM 2009 · 4 Nú verður Louisa frænka mín jarðsett í fjölskyldugröf í gamla kirkju- garðinum, ásamt Lee, manni sínum. Duftkerin þeirra verða sett þar niður eftir minningarathöfn í Dómkirkjunni. Ég hef verið beðinn um að flytja tvö eða þrjú ljóð í þessari athöfn og get ekki neitað því. Ég hef valið þau í samráði við dr. Gunnar Kristjánsson sem stjórnar minningarat- höfninni. … Hef verið að fara yfir Efstu daga eftir Pétur Gunnarsson, vel skrifuð og skemmtilega byggð skáldsaga; sett saman úr litlum mósaikköflum sem mynda eina heild í lokin. Pétur sagði einhverju sinni við mig að við ættum margt sameiginlegt. Ég skildi ekki þá hvað hann meinti, en skil það nú þegar ég hef lesið þessa skáldsögu hans. Ég hefði vel getað hugsað mér að skrifa hana. Hún er ljóðræn og án alls rembings; krydduð með skemmtilegum og óvæntum metafórum eða myndhvörfum (hálfmynd- um). Það er víða ljóðskáld á ferðinni í þessari sögu. Það er að vísu ekki mikið efni í henni og mannlýsingar dregnar upp án smáatriða, samt kemst allt vel til skila. Þessi saga kom mér skemmtilega á óvart. Hún er t.a.m. miklu betri en kvikmyndin sem gerð var eftir fyrri skáldsögu Pét- urs, Punktur, punktur, komma strik. Það var vond mynd. Hún fældi mig frá verkum hans. Ég er fagnandi glaður yfir þessari sögu sem sýnir að Pétur kann sitt fag og ræður yfir listrænni meðferð tungunnar. Það er orðið sjaldgæft. Samt er allur stíllinn hóflegur og án þess höfundur sé að þenja út brjóstið. Ég hef ekki annan mælikvarða á bókmenntir en þann sem að mér snýr; það sem ég hefði viljað skrifa sjálfur tel ég gott. Svona er nú afstaða mín einföld. Einhvers staðar í sögu Péturs segir að lífið sé hugarfar. Það finnst mér góð skýring. Margar svona óvæntar og skemmtilegar athugasemdir í bókinni. Ég upplifði þetta hugarfar þegar ég horfði á knattspyrnuleik Hollands og Frakklands í Evrópukeppninni í kvöld. Frakkarnir voru allsráðandi í fyrri hálfleik og höfðu yfir, en Hollendingarnir komu í vígahug eftir hálfleik og sigruðu. Það var þetta nýja hugarfar sem úrslitum réð. Velti fyrir mér ljóði um hugarfarið … 23. júní 2000, föstudagur Minningarathöfn um Lee og Úllu í Dómkirkjunni í dag. Það var falleg athöfn, séra Gunnar Kristjánsson flutti frábæra minningarræðu. Ég las upp smáljóðasyrpu að beiðni Temmu frænku minnar. Held það hafi gengið vel. Sigurður A. Magnússon sat við borðið hjá okkur í erfidrykkj- unni í Perlunni. Það var eins og í gamla daga. Þegar við hittumst er eins og ekkert hafi breytzt. Þykir afar vænt um það. Hafði sérstaklega gaman TMM_4_2009.indd 38 11/5/09 10:12:59 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.