Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 46
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n
46 TMM 2009 · 4
Steinn kenndi mér á sínum tíma. Ég staðnæmdist við upptalningu á
Hannesi Hafstein, Jónasi frá Hriflu, Jóni Þorlákssyni, Bjarna Benedikts-
syn og Davíð Oddssyni og skoðaði nánar hvað þar var á ferðinni. Jú,
Hannes er að telja upp þá sem sett höfðu mestan svip á tímabil liðinnar
aldar. Þessi upptalning var að vísu ekkert merkileg. Slíkar upptalningar
eru alltaf út í hött og lýsa engu nema fordómum höfundar. Það eitt var
merkilegt sem vantaði í þessa upptalningu. Hannes hefur aldrei verið
ánægður með Ólaf Thors af ýmsum ástæðum. Hann er líklega of mikill
fulltrúi gamla Sjálfstæðisflokksins sem boðaði velferðarþjóðfélag. En
hann var forystumaður stærsta stjórnmálaflokks landsins um þrjátíu
ára skeið og oftar og lengur forsætisráðherra en nokkur maður annar.
En hann vantaði í upptalninguna. Það var Hannesi líkt. Sem sagt, einatt
er það eitt merkilegt við bækur og greinaskrif sem vantar. Ég þykist viss
um að grein Hannesar sé merkilegust fyrir það að Ólafur Thors fær ekki
að njóta sannmælis. Hann kemst ekki að fyrir fordómum Hannesar.
Leiðtoga á ekki sízt að dæma eftir hirðinni í kringum þá. Munurinn á
John F. Kennedy og Nixon var einfaldlega munurinn á hirðmönnum.
Þeir segja meiri sögu en flest annað.
Aðalhirðmaður Ólafs Thors var Bjarni Benediktsson. Það segir ekki
sízt mikið um Ólaf Thors.
Mér er til efs að nokkur maður hafi verið jafn vinsæll af samtíð sinni
og Ólafur. Hann hafði meiri áhrif á umhverfi sitt en nokkur maður sem
ég þekki. Hann var einhvers konar séní. Hann átti náðargáfu eins og
Kjarval. Hann átti leikinn meðan hann stjórnaði Sjálfstæðisflokknum
og landinu. Hann er mesti leiðtogi sem ég hef upplifað um okkar daga.
Bjarni var einnig mikill leiðtogi, en hann var ekki eins vinsæll og Ólaf-
ur. En hann var kannski meiri hugsuður. Bjarni taldi Ólaf merkastan
allra manna sem hann hafði kynnzt um ævina. Það segir allt sem segja
þarf, bæði um Ólaf og Bjarna.
En hvað kemur það Hannesi Hólmsteini við? Hæstiréttur er á annarri
skoðun!
Og svo er eitt enn: Ólafur er skemmtilegasti stjórnmálamaður Íslend-
inga á þessari öld. Dönsku blaðakonunni Ninku þótti enginn pólitíkus
jafn skemmtilegur og Ólafur …
TMM_4_2009.indd 46 11/5/09 10:12:59 AM