Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 49
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0
TMM 2009 · 4 49
ævisögu sína í sjónvarpi í gærkvöldi er mér sagt og staðfestir frásögn
mína. Punktarnir eru allir teknir af þessum dagbókarblöðum, þegar ég
var á sínum tíma beðinn um að segja höfundi ritsins, Degi Eggertssyni,
frá þessari stjórnarmyndun. Ég hef fulla trú á því sjálfur að allt sé það
satt og rétt sem á þessum blöðum stendur um afskipti mín af því sem
um er fjallað, enda fáránlegt að skrifa dagbók gegn betri vitund! Þessi
blöð voru upphaflega skrifuð sjálfum mér til stuðnings gegn gleymsk-
unni og þá einnig til að varðveita fróðleik sem ég þyrfti síðar á að halda
sem ritstjóri. En þegar fram liðu stundir hef ég haft gaman af að yrkja
og skrifa ýmsar hugleiðingar handa dagbókinni einni, án þess ætlunin
hafi verið að gefa það út, enda margt af þessu efni harla viðkvæmt. En
þegar gamlir samstarfsmenn eins og Sveinn Þormóðsson sem heldur ég
hafi verið fréttastjóri, þegar ég tók við ritstjórastarfinu, og Sigurður A.
Magnússon eru farnir að setja sinn „sannleika“ í bækur, má vel vera að
mér sé nauðsynlegt að koma þessum blöðum á framfæri, þegar ég er
hættur ritstjórn og afskiptum af þjóðmálum.
Dagbókin er að vísu gloppótt, enda hef ég ekki iðkað hana að staðaldri.
Tók mig saman í andlitinu, þegar ég lá undir ámæli Davíðs Oddssonar
vegna fullyrðinga hans um að Styrmir væri krati og héldi hlífiskildi yfir
Jóni Baldvin, vini sínum. Fannst ég þá niðurlægður af gömlum vinum og
samfylgdarmönnum, því engu var líkara en ég hugsaði lítið sem ekkert
um Morgunblaðið – og Styrmir kæmist upp með hvað sem væri! Sann-
leikurinn er sá að ég hafði síðasta orðið í öllum málum og sýndi Styrmir
mér fullan trúnað í þeim efnum. En þetta var erfitt. Gylfi Þ. kallaði mig
sunnudagskrata og við göntuðumst með þetta, þangað til misskilningur
Davíðs blasti við. Og þá tók alvaran við eins og alltaf.
Sumt sem hér stendur er harla viðkvæmt og þarf að fara varlega með,
en mest eru þetta þó hugleiðingar mínar og sýna hvernig viðhorf mín
voru frá einum degi til annars; t.a.m. gat afstaða mín til einstaklinga
breytzt við nánari kynni, en yfirleitt tíunda ég afstöðu mína án tillits til
þess, hvernig því yrði tekið. Reyni þó í þessum efnum sem öðrum að
vera eins heiðarlegur og mér er unnt, þótt sitt sýnist hverjum eins og
alltaf er. Þá er einnig oft minnzt á hvernig afstaða Morgunblaðsins
myndaðist – og ekki síður hvernig skáldskapur minn varð til …
14. nóvember 2000, þriðjudagur
… Við Styrmir borðuðum í hádeginu með Árna Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra. Hann heldur að Davíð Oddsson verði áfram á sínum stað.
Árni mun reyna að leggja fram frumvarp til lausnar fiskveiðideilunni á
næsta ári. Gott og fróðlegt samtal við Árna.
TMM_4_2009.indd 49 11/5/09 10:12:59 AM