Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 49
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0 TMM 2009 · 4 49 ævisögu sína í sjónvarpi í gærkvöldi er mér sagt og staðfestir frásögn mína. Punktarnir eru allir teknir af þessum dagbókarblöðum, þegar ég var á sínum tíma beðinn um að segja höfundi ritsins, Degi Eggertssyni, frá þessari stjórnarmyndun. Ég hef fulla trú á því sjálfur að allt sé það satt og rétt sem á þessum blöðum stendur um afskipti mín af því sem um er fjallað, enda fáránlegt að skrifa dagbók gegn betri vitund! Þessi blöð voru upphaflega skrifuð sjálfum mér til stuðnings gegn gleymsk- unni og þá einnig til að varðveita fróðleik sem ég þyrfti síðar á að halda sem ritstjóri. En þegar fram liðu stundir hef ég haft gaman af að yrkja og skrifa ýmsar hugleiðingar handa dagbókinni einni, án þess ætlunin hafi verið að gefa það út, enda margt af þessu efni harla viðkvæmt. En þegar gamlir samstarfsmenn eins og Sveinn Þormóðsson sem heldur ég hafi verið fréttastjóri, þegar ég tók við ritstjórastarfinu, og Sigurður A. Magnússon eru farnir að setja sinn „sannleika“ í bækur, má vel vera að mér sé nauðsynlegt að koma þessum blöðum á framfæri, þegar ég er hættur ritstjórn og afskiptum af þjóðmálum. Dagbókin er að vísu gloppótt, enda hef ég ekki iðkað hana að staðaldri. Tók mig saman í andlitinu, þegar ég lá undir ámæli Davíðs Oddssonar vegna fullyrðinga hans um að Styrmir væri krati og héldi hlífiskildi yfir Jóni Baldvin, vini sínum. Fannst ég þá niðurlægður af gömlum vinum og samfylgdarmönnum, því engu var líkara en ég hugsaði lítið sem ekkert um Morgunblaðið – og Styrmir kæmist upp með hvað sem væri! Sann- leikurinn er sá að ég hafði síðasta orðið í öllum málum og sýndi Styrmir mér fullan trúnað í þeim efnum. En þetta var erfitt. Gylfi Þ. kallaði mig sunnudagskrata og við göntuðumst með þetta, þangað til misskilningur Davíðs blasti við. Og þá tók alvaran við eins og alltaf. Sumt sem hér stendur er harla viðkvæmt og þarf að fara varlega með, en mest eru þetta þó hugleiðingar mínar og sýna hvernig viðhorf mín voru frá einum degi til annars; t.a.m. gat afstaða mín til einstaklinga breytzt við nánari kynni, en yfirleitt tíunda ég afstöðu mína án tillits til þess, hvernig því yrði tekið. Reyni þó í þessum efnum sem öðrum að vera eins heiðarlegur og mér er unnt, þótt sitt sýnist hverjum eins og alltaf er. Þá er einnig oft minnzt á hvernig afstaða Morgunblaðsins myndaðist – og ekki síður hvernig skáldskapur minn varð til … 14. nóvember 2000, þriðjudagur … Við Styrmir borðuðum í hádeginu með Árna Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra. Hann heldur að Davíð Oddsson verði áfram á sínum stað. Árni mun reyna að leggja fram frumvarp til lausnar fiskveiðideilunni á næsta ári. Gott og fróðlegt samtal við Árna. TMM_4_2009.indd 49 11/5/09 10:12:59 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.