Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 50
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n
50 TMM 2009 · 4
Höfum fengið tvær greinar um fiskveiðimálin frá Sverri vini mínum
Hermannssyni. Báðar glórulausar árásir á ritstjóra Morgunblaðsins
vegna leiðaraskrifa um lausn fiskveiðideilunnar í anda samkomulags
auðlindanefndar. Sverrir tekur til sín ummæli um hagsmunaafsstöðu og
óþjóðhollustu og þá sem vilja ekki sættir, en hann átti ekki sneiðina!
Þarf að tala um fyrir honum; en við birtum greinar hans að sjálfsögðu.
Þær munu sýna og sanna frjálslyndi Morgunblaðsins í verki. Sverrir er
svo ólmur að engu er líkara en hann sé að efla með sér hatur á okkur
Styrmi. Mun reyna að eyða því, áður en það er orðið um seinan.
Ég sagði á leiðarafundi í morgun, Vinir eru til að missa þá! Að
minnsta kosti er ekki sjálfgefið að ritstjóri Morgunblaðsins haldi vinum
sínum, a.m.k. ekki auðveldlega! Það er jafnvel hægt að glata þeim fyrir
misskilning!
Ekki sízt!
Kvöldið
Talaði við Sverri Hermannsson síðdegis í dag og sagði honum við mund-
um birta greinar hans, en þær væru á misskilningi byggðar. Hann bað
mig geyma þær því Jóhannes Nordal væri illa haldinn vegna hálsmeins
og gæti ekki talað. Hann vildi ekki að þessi vinur okkar og formaður
auðlindanefndar fengi slíka kveðju frá honum á sjúkrabeð. Annars
skaplegt samtal, þótt Sverrir sé að ég held ekki í jafnvægi.
Jóhannes hefur fengið kveðju frá Sverri áður. Í samtali við mig sagði
hann, Við verðum að þreyja þorrann! Og við komum okkur saman um
að tala sem minnst um pólitík og auðlindamál við Sverri. Við vorum
bara þrír á síðasta klíkufundi fyrir nokkrum vikum og gekk ágætlega.
Gylfi var slæmur í hnjánum og gat ekki komið.
Ekkert minnzt á pólitík!
17. nóvember 2000, föstudagur
Stjórnarfundur í stjórn Árvakurs. Samþykkt að Haraldur Sveinsson,
Stefán Eggertsson og Hallgrímur Geirsson reifi ritstjóramál við einstaka
stjórnarmenn eftir helgi.
Eftir fundinn fengu þeir Haraldur og Hallgrímur bréf frá Davíð
Oddssyni þar sem hann óskar eftir viðræðum um ritstjóramál.
Þetta er að verða harla spennandi og ég fylgist með eins og einvíginu
milli Fishers og Spasskýs …
TMM_4_2009.indd 50 11/5/09 10:12:59 AM